Föstudagur, 9. janúar 2015
Þorvaldur, lýðræðið og mistök Jóhönnustjórnarinnar
Til að bylta stjórnskipun lýðveldisins og koma á róttækum breytingum á íslensku samfélagi átti ríkisstjórn vinstrimanna, Jóhönnustjórnin, að reka embættismenn og setja inn nýtt fólk í stjórnkerfið.
Á þessa leið gagnrýnir Þorvaldur Gylfason prófessor Jóhönnustjórnina 2009-2013 og segir:
Hér er kominn hluti skýringarinnar á því, hvers vegna gamlir hrundólgar og vinir þeirra gera sig æ breiðari á Íslandi sex árum eftir hrun bæði í stjórnmálum og viðskiptum og þykjast geta haft þjóðina undir í hverju málinu á eftir öðru og trampað á lýðræðinu.
Afstaða þjóðarinnar til Jóhönnustjórnarinnar kom fram í kosningunum 2013, þegar Samfylkingin fékk 12,9 prósent fylgi og Vg tveim prósentum minna, 10,9%.
Ef Jóhönnustjórnin hefði farið að ráðum Þorvaldar, skipað sitt fólk í helstu embættin, bæði í innanríkisráðuneytinu, í lögreglunni og í dómstólum og á öðrum valdsviðum þá hefðu kosningarnar vorið 2013 eflaust farið á annan veg - ef þær hefðu á annað borð verið haldnar.
Athugasemdir
Kannski var það eftir allt mistök Samfó sem var hvað þyngst á metunum í að bjarga þjóðinni frá menningarlegri "útrýmingu",guð bænheyrði forsætisráðherrann okkar Geir Haarde í kveðjuræðu sinni.
Helga Kristjánsdóttir, 9.1.2015 kl. 12:26
Það má rétt vera hjá Þorvaldi, að hrundólgar séu aftur farnir að gera sig breiða hér á landi.
En kannski gæti Þorvaldur bennt okkur á hvað það er í núverandi stjórnarskrá sem því veldur og það sem meir er um vert, að hann bendi okkur á hvað í þeirri moðsuðu sem hann gjarnan kallar "nýja stjórnarskrá" hefði komið í veg fyrir það.
Þorvaldur Gylfason er bara Þorvaldur Gylfason og hanns orð verður að taka með þeim formerkjum. Fyrir hann skiptir poppúlisminn mestu máli, hellst ef hann telur sig sjálfann verða eitthvað poppaðann.
Gunnar Heiðarsson, 9.1.2015 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.