Þriðjudagur, 6. janúar 2015
Óttinn við pólitískt æðistkast Össurar
Báðir ríkisstjórnarflokkarnir sögðu kjósendum fyrir kosningar að umboðslausa ESB-umsókn Samfylkingar frá 16. júlí 2009 yrði afturkölluð. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að umsóknin skuli afturkölluð.
Það eina sem tefur afturköllunina er óttinn við æðiskast fyrrverandi utanríkisráðherra og aðalhöfundar ESB-umsóknarinnar, Össurar Skarphéðinssonar, og félaga hans í stjórnarandstöðunni.
Helstu rök Össurar eru að Sjálfstæðisflokkurinn gæti klofnað ef ESB-umsóknin yrði afturkölluð. Og eins og alþjóð veit er Össuri sérstaklega umhugað um velferð Sjálfstæðisflokksins.
Glórulaust að ganga ekki frá málinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn klofnar ekkert. Það flísast aðeins úr honum og þannig LOSNAR hann við nokkra "óæskilega" einstaklinga, sem hvort eð er eru bara til trafala og óþurftar.
Jóhann Elíasson, 6.1.2015 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.