Sunnudagur, 4. janúar 2015
ESB-umóknin 2009; umboðslaus og löngu úrelt
ESB-umsóknin sem alþingi samþykkti 16. júlí 2009, án þess að bera undir þjóðina, var ekki um aðild að ESB eins og það er í dag.
Umsóknin, sem aðeins fékkst samþykkt með því að þingmenn greiddu atkvæði þvert um hug sinn, var til að bjarga Íslandi úr kreppu. Enda hét það svo í máli ESB-sinna að umsóknin ein myndi skapa hér stöðugleika.
ESB er breytt frá árinu 2009 og mun breytast enn meira á næstu misserum og árum ef bandalagið og gjaldmiðill þess halda velli. Jafnvel eindregnir ESB-sinnar viðurkenna að sambandið stendur á krossgötum.
Íslendingar eiga að óska Evrópusambandinu velfarnaðar í risavöxnum verkefnum næstu ára. En við eigum að afturkalla umboðslausu ESB-umsóknina frá 2009 hið snarasta.
Aðildarumsóknin á byrjunarreit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.