Merkel ræður ferðinni í Grikklandi

Kanslari Þýskalands segir - nafnlaust, vel að merkja - að ef Grikkir kjósa til valda vinstraframboðið Syriza verði þeim varpað úr evru-samstarfinu. Merkel kanslari er áhrifamesti stjórnmálamaður Grikklands án þess að einn einasti grískur ríkisborgari hafi kosið hana.

Grikkir ganga til kosninga í lok janúar. Syriza er stærsta stjórnarandstöðuaflið og er mótfallið samkomulagi grískra stjórnvalda við þríeykið svokallaða (ESB, Evrópska seðlabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn) sem leggja þungar byrðar á grískan almenning vegna kostnaðar við að bjarga efnahag landsins.

Syriza krefst niðurfellingu skulda, en þær eru 175 prósent af þjóðarframleiðslu, og betri kjara frá þríeykinu.

Merkel lítur svo á að komist Grikkir einhliða upp með að ákveða skilyrði fyrir björgun grísks efnahags muni það skapa fordæmi fyrir önnur evru-ríki sem standa höllum fæti. Og á endanum sætu Þjóðverjar uppi með reikninginn.

Engin fordæmi eru fyrir því að reka land úr evru-samstarfinu, sem 19 af 28 ESB-ríkjum standa saman að.

Einn af þekktari hagfræðingum Þýskalands, Peter Bofinger, varar við því að Grikkjum verði vísað á dyr enda gæti það leitt til upplausar alls evru-samstarfsins.

Alexis Tsipras, leiðtogi Syriza, veðjar einmitt á þann ótta Evrópusambandsins að evru-samstarfið allt komist í uppnám ef Grikkir hverfa þaðan.

Hvort heldur Merkel hefur rétt fyrir sér, að Grikkir skapi slæmt fordæmi með því að fá stórfellda niðurfellingu skulda, eða Tsipras, að evru-samstarfi þoli ekki útgöngu Grikklands, þá auglýsa þau bæði þennan afgerandi ókost evru-samstarfsins: sameiginlegur gjaldmiðill útilokar fullveldi viðkomandi ríkja.

Aðild Grikkja að evrunni felur í sér að orð kanslara Þýskalands skipta mun meira máli en nokkur þau orð sem mælt eru af munni grískra stjórnmálamanna. Grískt lýðræði er kómedía.


mbl.is Íhugar að sparka Grikkjum úr evrusamstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband