Stöð 2; heimska og fátækt

Áskrift að Stöð 2 kostar kr. 8.490 á mánuði. Áskrift að Netflix kostar þúsund krónur á mánuði. Hafi maður ekkert við tímann gera annað en að horfa á sjónvarp er hægt að kaupa áskrift að hulu fyrir annan þúsundkall en samt átt sex þúsund og tæpar fimmhundruð í afgang.

Heimskan dýpkar og fátæktin eykst ef maður kaupir sportpakka Stöðvar 2 á kr. 13.990 til að horfa á fótbolta. Það er hægt að horfa ókeypis á fótbolta á netinu.

Ársáskrift að sportpakkanum leggur sig á tæpar 170 þúsund krónur. Maður þarf að vera með vel yfir 200 þúsund krónur í laun fyrir skatta til að hafa efni á þeirri heimsku; þetta er meira en atvinnuleysisbætur í heilan mánuð.

Stöð 2 verður að geyma áskriftarlista sinn í læstri hvelfingu; ef listinn kemst í umferð er mannorð margra í hættu.


mbl.is Þúsund króna hækkun á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sú var tíð að sagt var að það væri fjallheimska að nýta sér ekki frjálsa og ókeypis toppþjónustu Kanasjónvarpsins í stað þess að vera að eyða stórfé í skylduafnot af íslenskt sjónvarpi með kostnaði við þýðingar og talsetningar. 

Síðan er liðin tæp hálf öld og hvílíkar stjarnfræðilegar upphæðir á tímum "heimsku og fátæktar" hafa ekki farið í súginn við að bjóða íslenska umfj0llun um fréttir og hverskylns mál, sem erlendir fjölmiðlar hafa yfirburði í að matreiða. 

Ég sé í sjónhendingu að ævistarfið var bara bull og vitleysa. 

Ómar Ragnarsson, 3.1.2015 kl. 12:14

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þú ert með ansi meðvirka ahugasemd Ómar við 365 ! 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.1.2015 kl. 14:51

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er fréttamaður/fjölmiðlamaður og "meðvirkur" þegar kemur að því að skjota skildi fyrir einu ljósvakafréttastofur landsins, sem eru á RUV og Stöð 2 og róa báðar lífróður til að verða ekki kæfðar. 

Ómar Ragnarsson, 3.1.2015 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband