Föstudagur, 2. janúar 2015
4 ógnir fyrir tilvist ESB
Fjórar tilvistarógnir steðja að Evrópusambandinu: flóttamannavandinn, vandræðin með evruna, deilur við Rússland og vöxtur stjórnmálaflokka sem andsnúnir eru Evrópusambandinu. Á þessa leið hljómar greining 18 ungra þýskra blaðamanna sem sóttu heim ólíka hluta ESB.
Blaðamennirnir reka vefsíðu, generation seperation, til að koma á framfæri upplýsingum um stöðu mála í Evrópusambandinu. Meðal áherslupunkta eru atvinnuleysi i Suður-Evrópu, einkum hjá ungu fólki; á Ítalíu virkar ekkert nema mafían. Evran heldur uppi atvinnuleysi og er með ríkisfjármál Suður-Evrópu í spennitreyju.
Í Austur-Evrópu er staðan önnur. Þar reka deilurnar við Rússa smáríkin við Eystrasalt í faðm Evrópusambandsins. Litháar taka upp evru til að bindast traustari böndum Vestur-Evrópu en ekki vegna ágætis gjaldmiðilsins.
Stóraukinn flóttamannastraumur til Evrópu er byrði á þjóðarútgjöldum móttökuríkja og skapar þjóðfélagsástand ótta og upplausnar sem öfgaöfl notafæra sér.
Bretland er á leiðinni úr Evrópusambandinu. Áhrifin af brotthvarfi Breta eru ekki fyrirséð en þó má slá föstu að fordæmið eykur á lausungina á meginlandinu.
Þýsku blaðamennirnir sjá fátt jákvætt í spilunum fyrir Evrópusambandið árið 2015 enda tröllauknar áskoranir sem sambandið stendur frammi fyrir.
Íslendingar mega prísa sig sæla að vera ekki þátttakendur í vandræðagangi Evrópusambandsins.
Athugasemdir
En hvernig væri nú að liðleskjan, utanríkisráðherrann tæki sig nú til og kláraði það sem hann byrjaði á. Draga umsóknina til baka.
Steinarr Kr. , 2.1.2015 kl. 12:42
Einmitt Steinarr,stelpurnar geta ekki verið allsstaðar.
Helga Kristjánsdóttir, 2.1.2015 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.