Fimmtudagur, 1. janúar 2015
Ár Framsóknarflokksins
Framsóknarflokkurinn er deigla íslenskra stjórnmála. Stórsigur flokksins í borgarstjórnarkosningum í vor og efndir í haust á ,,móður allra kosningaloforða", leiðréttingunni, sýna að íslensk pólitík hverfist um Framsóknarflokkinn.
Landsmenn fengu staðfestingu á sterkri stöðu Framsóknarflokksins í gær þegar áramótaskaup RÚV var undirlagt umfjöllun um Sigmund Davíð, Vigdísi Hauks, Sveinbjörgu, Guðfinnu og Sigurði Inga. Aðeins Hanna Birna og Bjarni Ben. náðu að skjótast inn á milli framsóknaratriða.
Framsóknarflokkurinn er í þeirri öfundsverðu stöðu að leggja línurnar í pólitískri umræðu. Vinstrimenn á hinn bóginn eru eltihrellar.
Vinstriflokkarnir þrífast á því að vera And-Framsóknarflokkurinn með því að túlka stefnu Framsóknarflokksins út í öfgahyggju, samanber moskumálið, annars vegar og hins vegar ýkja kosningaloforð Sigmundar Davíðs og félaga úr hófi, eins og gert var í umræðunni um leiðréttingu á skuldum heimilanna. Í báðum tilvikum stórgræddi Framsóknarflokkurinn.
Sá sem stýrir málefnaumræðunni í stjórnmálum er ávallt skrefi á undan þeim sem bregðast við.
Sögulega er Framsóknarflokkurinn miðjuflokkur, sem vann ýmist til hægri eða vinstri eftir því hvernig pólitískir vindar blésu. Undir þeim kringumstæðum var Framsóknarflokkurinn sjaldnast málsvaki heldur lagaði sig að ráðandi pólitískri orðræðu.
Nýtt hlutverk Framsóknarflokksins, að vera umræðuvaki stjórnmálanna, helst í hendur við breytta pólitík. Fyrirverðamikil umræðuefni fyrri tíðar, t.d. um hlutverk ríkisreksturs í efnahagskerfinu, víkja fyrir pólitík sem má kenna við sjálfsvitund.
Við hrunið beið sjálfsvitund Íslendinga hnekki. Framsóknarflokkurinn fann sig í því hlutverki að endurreisa sjálfsvitund þjóðarinnar. Vinstrimenn í And-Framsóknarflokknum fóru þá leið að hatast við allt sem íslenskt er; þeir töluðu niður fullveldið, krónuna og getu Íslendinga til að vera þjóð meðal þjóða.
Ár Framsóknarflokksins gætu orðið býsna mörg.
Athugasemdir
Hægri flokkarnir þrífast á lygum og auðtrúa vesalingum sem geta ekki hugsað eina sjálfstæða hugsun nema með hjálp frá þessu lygahyski.
Jack Daniel's, 1.1.2015 kl. 14:17
Sæll Páll - sem og aðrir gestir þínir !
Reyndar: þarf ég að leiðrétta ykkur stórvin minn, Jack Daniel´s báða.
Þessi úrhrök - sem nú fara hér með völd / geta ALDREI talist til Hægri manna.
Hægri menn - koma fram af Riddarlegri einurð og kurteisi, í anda Gullaldar skeiðs Miðaldanna, sbr. Falangista (Spánar og Líbanon megin).
Núverandi valdaflokkar hér: eru miðju- moð úrkynjunar og sérgæzku, og munu dæmast af sögunni - sem slíkir.
Hitt er allt annað mál: að vinstri menn eru sams konar úrkast / og vinir þínir í miðju- moðinu, Páll minn.
Og - þökk fyrir liðnu árin öll: Páll og Jack (Keli).
Með beztu kveðjum - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.1.2015 kl. 15:36
Páll, fylgi Framsóknarflokksins í síðustu skoðanakönnun MMR var 11%. 14. apríl 2013 mældist fylgið 32.7%. Hvernig skyldi nú standa á þessu? En kannski er laun heimsins bara vanþakklæti ;)
Wilhelm Emilsson, 2.1.2015 kl. 03:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.