Atast í Agnesi - hvar er þingflokkur Samfylkingarinnar?

Samfylkingin hefur fundið sér óvin í Agnesi Bragadóttur blaðamanni Morgunblaðsins. Í dagblöðum og bloggi skrifar samfylkingarfólk margt misjafnt um Agnesi og fréttaskýringu hennar um daginn á pólitíska gambítnum í stjórnarskrármálinu sem klúðraðist fyrir stjórnarandstöðunni.

Eftir því sem næst verður komist er höfuðsynd Agnesar að segja Össur þingflokksformann Skarphéðinsson ekki hafa haft umboð þingflokks Samfylkingarinnar til að egna gildru fyrir Framsóknarflokkinn í stjórnarskrármálinu. Agnes hafði það eftir ónefndum heimildamönnum í þingflokknum að Össur hefði ekki haft umboð. Össur segist hins vegar hafa haft umboðið.

Í blaðagrein í Morgunblaðinu sagði Össur þingflokkinn standa á bakvið sig í málinu. Agnes svaraði og kvað sínar heimildir í þingflokknum traustar.

Núna hlýtur að vera komið að því hver og einn þingmaður Samfylkingarinnar leggi fram yfirlýsingu um að vera ekki heimildarmaður Agnesar fyrir umboðsleysi Össurar.

Er þingflokkur Samfylkingarinnar nokkuð týndur?



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Hver verður næsta fórnarlamb Samfylkingarinnar í viðleitni þeirra að kenna öllum öðrum en sjálfum sér um slæmt gengi þessa dagana? Sé merki þess að Jakob og Ómar séu næstu fórnarlömb en fingur Samfylkingarinnar er langur og fáir óhultir þessa dagana.

Ólafur Als, 24.3.2007 kl. 17:24

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Samfylkingunni væri nær að líta í eigin rann.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.3.2007 kl. 21:12

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Þá er það sem sagt spurningin, hver hefur traustari heimildir í þingflokki Samfylkingarinnar? Agnes eða Össur? Nema þessi heimildarmaður Agnesar sé þessi "Jóhanna", sem hún átti "viðtalið" við?

Auðun Gíslason, 25.3.2007 kl. 00:42

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Það er einkennilegt að kalla sum skrif Agnesar um Samfylkinguna ,,fréttaskýringu" - álíka eins og að telja mér trú um að þú sjálfur getir skrifað óháð um hið svokallaða ,,Baugsmál". Annars er bara fróðlegt að fylgjast með áróðursmaskínu Sjálfstæðisflokksins þ.e.a.s. Mogganum, sem er að reyna telja okkur trú um þeir séu frjálst og óháð blað. Segi eins og einn ,,gamall" skólabróðir minn sagði gjarnan við kennarann ,,áttu annann"  

Páll Jóhannesson, 25.3.2007 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband