Samfylkingin hættir ESB-stefnu

Samfylkingin berst ekki lengur fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Í áramótaávarpi formanns flokksins í Morgunblaðinu kveður við nýjan tón um ,,lýðveldisheimilið" en ekki er einu orði minnst á aðild Íslands að ESB.

Formaðurinn, Árni Páll Árnason, gat sér til frægðar árið 2008 að segja eftirfarandi:

Það hefur sýnt sig að yfirlýsing um að stefnt sé að Evrópusambandsaðild er töfralausn

Árni Páll stóð að misheppnaðri umsókn um aðild 16. júlí 2009, sem er skammardagur í þingsögunni enda byggði umsóknin á beinum svikum þingmanna Vg við sannfæringu sína og yfirlýsta stefnu.

Við áramót birta stjórnmálamenn heitstrengingar og áherslur. Árni Páll minnist ekki einu orði á Evrópusambandsaðild Íslands. Hann freistar þess að láta málið lognast útaf.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband