Þriðjudagur, 30. desember 2014
Pressusnúningur á 365 miðlum - Sigurður G. viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs
Sigurður G. Guðjónsson var stjórnarformaður Glitnis/Íslandsbanka í hruninu í umboði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Áður var Sigurður G. sjónvarpsstjóri Jóns Ásgeirs á Stöð 2 en fýldist úti í velgjörðarmann sinn um tíma, þegar Jón Ásgeir lét Gunnar Smára Egilsson leika lausum hala með 365 miðla.
Á fýluskeiðinu stofnaði Sigurður G. Blaðið sem átti að veita Fréttablaðinu samkeppni, þar var lagt niður þegar sættir tókust og Sigurður G. fékk bankann. Núna kaupir Sigurður G. hlut í Pressunni sem Björn Ingi á stærstan hlut í að nafninu til.
Fjölmiðladeild 365 miðla verður lögð inn í nýja veldið - sem að öðru leyti verður fjarskiptafyrirtæki. Áður var DV komið í hendur fyrirtækis sem Björn Ingi er skráður fyrir - en ekki eiginkona Jóns Ásgeirs. Til að blöffa almenning og eftirlitsstofnanir er látið í það skína að margir nýir hluthafar komi að málum. Til dæmis er mágur Björns Inga, Jón Óttar, allt í einu orðinn hluthafi.
Sigurður G. er ekki í fýlu út í Jón Ásgeir og tveir plús tveir eru enn tveir. Innan skamms verða DV, Pressan/Eyjan, Fréttablaðið/Bylgjan/Stöð 2 í eigu þeirra Jóns Ásgeirs, Sigurðar G. og Björns Inga. Það er ekki íslenskri fjölmiðlun til framdráttar, svo hlutirnir séu orðaðir af stakri hófsemi.
Sigurður G. keypti 10% hlut í Pressunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hahaha - „stakri hófsemi“ !
Góður pistill - einstök greining kæri Páll.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.12.2014 kl. 13:45
Athyglisvert.
Þórólfur Ingvarsson, 30.12.2014 kl. 15:20
Aðeins þannig gengur dæmið upp.
Ragnhildur Kolka, 30.12.2014 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.