Mánudagur, 29. desember 2014
Heildsalar hóta vöruskorti - nýjasta fjölmiðlafirran
Hagsmunaaðilar nota fjölmiðla skefjalaust til að herja á ríkissjóð og almannahagsmuni. Forsíða Fréttablaðsins í dag er skýrt dæmi.
Þar poppar upp fyrrum ritstjóri Fréttablaðsins, sem núna stundar hagsmunavörslu fyrir heildsala, Ólafur Stephensen, og hótar vöruskorti í landinu ef ríkisvaldið fer ekki að vilja heildsala.
Fjölmiðlafirrur af þessum toga gera íslenska fjölmiðla æ ómerkilegri. Og var þó ekki úr háum söðli að detta.
Athugasemdir
Ég er þér sammála kæri Páll með skefjalaust óhóf hagsmunaaðila að herja á ríkissjóð.
Hér sýnist mér þó um sanngirnismál að ræða almennt séð að innflytjendur sitji við sama borð og innlendir framleiðendur á samkynja vöru. Það mun kveðið á um að menn séu jafnir fyrir lögum og þar með skatalögum og því mun jafnræðisreglan ná yfir vörugjöldin sem annað.
Ótækt virðist að misjafnlega sé farið með greiðsluskyldu innflytjenda á sama gjaldinu og framleiðendum innanlands. Það er slæm stjórnsýsla og reyndar ólögmæt. Má líta á 65. grein stjórnskipunarlaga í þessu tilliti þar sem segir að
„Alir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna,kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“
þar með innflytjandi versus innlendur framleiandi.
Bestu hátíðarkveðjur til þín og þinna kæri Páll og ég óska ykkur gleðilegs árs og blessunar.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.12.2014 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.