Pólitíkin, kerfin og meðalhófið

Kerfin á Íslandi eru í fleirtölu. Ríkiskerfið er eitt, kerfið í kringum Samtök atvinnulífsins er annað, það þriðja er verkalýðshreyfingin og saman reka SA og ASí lífeyriskerfið. Ríkiskerfið er á valdi þings og ríkisstjórnar sem hálfopinberu kerfin herja á með ólíkum hætti; SA vill sparnað en ASÍ útgjöld.

Til að hagræða í kerfinu, svo einhverju nemi, þarf pólitískan styrk og ótvírætt umboð. Hrunið nánast gereyddi pólitískum styrk gömlu flokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, og þjóðin veðjaði á vinstrimeirihluta 2009-2013. Offors Jóhönnustjórnarinnar, t.d. í stjórnarskrármálinu, umboðsleysi eins og í ESB-umsókninni og getuleysi í Icesave-málinu leiddi til þess að þjóðin tók gömlu flokkana í sátt og leiddi þá til valda í kosningunum 2013.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs er ekki með umboð frá kjósendum til stórtækrar uppstokkunar á ríkiskerfinu. Ríkisstjórnarflokkarnir fengu meirihluta til að stöðva öfgastefnu Jóhönnustjórnarinnar og sjá til þess að starfandi kerfi virkaði sæmilega. Það felur m.a. í sér að ríkissjóður skili afgangi með tilheyrandi aðhaldi í ríkisútgjöldum.

Í öllum meginatriðum hefur ríkisstjórn Sigmundar Davíðs vegnað vel. Óvissuástandinu er aflétt og ríkiskerfið, sem er aðalábyrgð stjórnarráðsins, tikkar. Þótt SA heimti sem fyrr sparnað og ASí útgjöld þá á ríkisstjórnin að fylgja stefnu meðalhófsins.


mbl.is Hagsmunaöfl í vegi hagræðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband