Fimmtudagur, 25. desember 2014
Rússar góðs maklegir
Efnahagshernaður Bandaríkjanna og Evrópusambandsins á hendur Rússum vegna Úkraínu byggir þá þeirri forsendu að öryggishagsmunir Rússa séu einskins virði annars vegar og hins vegar að USA og ESB eigi allan rétt að skipa málum á alþjóðavísu eftir sínu höfði.
Ásmundur Friðriksson þingmaður segir réttilega að Rússar hafi reynst Íslendingum vel í gegnum tíðina og betur en sumar þær þjóðir sem standa okkur nær. Efnahagshernaðurinn gegn Rússlandi er ekki í þágu okkar hagsmuna og ef eitthvað er þá eiga Rússar betri málstað að verja.
Við ættum því að Rússum velvild í þeim mótbyr sem etja við um þessar mundir.
Látum aðrar þjóðir um fjandskap við Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sennilega hefur Pútín misreiknað þetta eitthvað með ofstopan og landráninu gagnvart Úkraínu.
það mátti búast við þvi að einhverjar þvinganir kæmu til greina, en að OPEC kæmu sér saman um að dæla olíu eins og væri að fara ur tísku til að koma Pútín a sinn stað og gera Kananum erfit fyrir með oil fracking sem er dyr og stendur ekki undir kostnaði a þvi verði sem olían selst i dag.
þessu hefur Pútín ekki búist við og OPEC hefur ákveðið að slá tvær flugur i einu höggi setja Rússa og Kana olíu i smá krýsu.
En auðvitað eiga Íslendingar ekki að blanda sér i deilur stórþjoðana og eiga að launa Rússum greiðan i den tíð, þegar Bretar, Norðmenn og aðrar Evrópuþjoðir settu viðskiptabann a Ísland i Þorskastríðinu. Annað væri skömmustulegt.
Með innlegri Jólakveðju fra Houston
Jóhann Kristinsson, 25.12.2014 kl. 12:51
Ekki nota mína skattpeninga.
Ásmundur getur lagt inná reikning hjá einhverjum komisera í Rússlandi mín vegna.... en láttu skattpeninga mína í friði.
sleggjuhvellur, 26.12.2014 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.