Sunnudagur, 14. desember 2014
Fréttahönnun vinstrimanna, eitrađa RÚV-DV bandalagiđ
Engin almenn skilgreining er til á frétt. Eitt algengasta innleggiđ á Fjölmiđlanördar, umrćđuvettvang blađamanna á feisbúkk, er ađ hlekkja á frétt og spyrja: er ţetta frétt?
Í skjóli ţess ađ fréttamenn vita ekki sjálfir almennilega hvađ er frétt og hvađ ekki er tiltölulega einfalt ađ hanna fréttir í ţágu tiltekins málstađar. Vinstrimenn eru ţar iđjusamir enda yfirfullt af ţeim á fjölmiđlum og ţó RÚV og DV sérstaklega.
Í fréttahönnun skiptir máli ađ ná fram samspili nokkurra fjölmiđla annars vegar og hins vegar stjórnmálamanna. Og ekki er verra ef einhver nennir ađ smala í mótmćli á Austurvelli. Vinstrimönnum tókst fréttahönnun í máli Hönnu Birnu, ţar sem DV og RÚV spiluđu saman međ stjórnarandstöđunni, og ţađ tókst ađ tengja viđ ókyrrđ á Austurvelli, sbr. jćja-hópinn.
Í öđrum tilvikum mistekst fréttahönnun. Stjórnarandstađan ásamt RÚV-DV bandalaginu reyndi ađ knýja ríkisstjórnina til eftirgjafar og veita meira fé í RÚV. Fréttir voru búnar til í ţágu málstađarins og efnt var til mótmćla en innan viđ 300 mćttu - um ţađ bil starfsmannafjöldi RÚV.
Eftir ţessa misheppnuđu fréttahönnun komu fram pćlingar um ađ RÚV vćri elítuútvarp sem ćtti ađ reka međ frjálsum framlögum.
Bandalag RÚV og DV í fréttahönnun stórlega gróf undan tiltrú á RÚV. Ţekktir RÚV-arar, Egill Helgason og Hallgrímur Thorsteinsson, skynjuđu hve illa RÚV stóđ međal hefđbundinna stuđningsmanna og gáfu út neyđarkall.
Löngum var litiđ á RÚV sem ábyrgan fjölmiđil en DV faglega ruslahrúgu. RÚV tapar stórt á bandalaginu enda fréttahönnunin bćđi ófagleg og óábyrg.
Nýjasta dćmiđ um fréttahönnun vinstrimanna er tilburđir til ađ tortryggja ađ forsćtisráđherra fór međ eiginkonu sinni til útlanda. Svandís Svavarsdóttir ţingmađur VG og fleiri stjórnarandstöđuţingmenn kyrjuđu á alţingi sönginn um ađ forsćtisráđherra vćri fjarverandi á mikilvćgum tímapunkti. Svandís kom í RÚV ađ flytja ţessa messu; DV tók máliđ upp og ţar á eftir Grapevine. Tilgangurinn var ađ hanna ţá fréttamynd ađ forsćtisráđherra sinnti ekki vinnunni sinni.
RÚV er miđlćgt í fréttahönnun vinstrimanna. Ţess vegna sameinuđust ţeir á alţingi ađ krefjast ţess ađ RÚV yrđi haldiđ á floti međ skattfé almennings.
![]() |
Dr. Gunni: Vandi RÚV leystur međ frjálsum framlögum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Á međan menn velta fyrir sér spurningunni "Hvađ er frétt?" ţá velkist enginn í vafa um hvađ hugtakiđ "Fréttastjóri" merkir...
Júlíus Valsson, 14.12.2014 kl. 15:51
Ţegar fréttamennska er eins og skáldskapur vita fćstir af ţví. Fáir gagnrýna vinnubrögđ fréttaveitu RÚV, hún hefur veriđ talin á hlutlausu svćđi en auđvitađ er ekki svo. Allar fréttir eru litađar af viđhorfum ţeirra sem senda ţćr út. Öryggisútvarpiđ ćtti ađ segja ađeins fréttir af fćrđ og veđri. Ekki af kjarabaráttu innan ríkisgeirans.
Sigurđur Antonsson, 14.12.2014 kl. 17:56
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.