Fréttahönnun vinstrimanna, eitraða RÚV-DV bandalagið

Engin almenn skilgreining er til á frétt. Eitt algengasta innleggið á Fjölmiðlanördar, umræðuvettvang blaðamanna á feisbúkk, er að hlekkja á frétt og spyrja: er þetta frétt?

Í skjóli þess að fréttamenn vita ekki sjálfir almennilega hvað er frétt og hvað ekki er tiltölulega einfalt að hanna fréttir í þágu tiltekins málstaðar. Vinstrimenn eru þar iðjusamir enda yfirfullt af þeim á fjölmiðlum og þó RÚV og DV sérstaklega.

Í fréttahönnun skiptir máli að ná fram samspili nokkurra fjölmiðla annars vegar og hins vegar stjórnmálamanna. Og ekki er verra ef einhver nennir að smala í mótmæli á Austurvelli. Vinstrimönnum tókst fréttahönnun í máli Hönnu Birnu, þar sem DV og RÚV spiluðu saman með stjórnarandstöðunni, og það tókst að tengja við ókyrrð á Austurvelli, sbr. jæja-hópinn.

Í öðrum tilvikum mistekst fréttahönnun. Stjórnarandstaðan ásamt RÚV-DV bandalaginu reyndi að knýja ríkisstjórnina til eftirgjafar og veita meira fé í RÚV. Fréttir voru búnar til í þágu málstaðarins og efnt var til mótmæla en innan við 300 mættu - um það bil starfsmannafjöldi RÚV.

Eftir þessa misheppnuðu fréttahönnun komu fram pælingar um að RÚV væri elítuútvarp sem ætti að reka með frjálsum framlögum.

Bandalag RÚV og DV í fréttahönnun stórlega gróf undan tiltrú á RÚV. Þekktir RÚV-arar, Egill Helgason og Hallgrímur Thorsteinsson, skynjuðu hve illa RÚV stóð meðal hefðbundinna stuðningsmanna og gáfu út neyðarkall.

Löngum var litið á RÚV sem ábyrgan fjölmiðil en DV faglega ruslahrúgu. RÚV tapar stórt á bandalaginu enda fréttahönnunin bæði ófagleg og óábyrg.

Nýjasta dæmið um fréttahönnun vinstrimanna er tilburðir til að tortryggja að forsætisráðherra fór með eiginkonu sinni til útlanda. Svandís Svavarsdóttir þingmaður VG og fleiri stjórnarandstöðuþingmenn kyrjuðu á alþingi sönginn um að forsætisráðherra væri fjarverandi á mikilvægum tímapunkti. Svandís kom í RÚV að flytja þessa messu; DV tók málið upp og þar á eftir Grapevine. Tilgangurinn var að hanna þá fréttamynd að forsætisráðherra sinnti ekki vinnunni sinni.

RÚV er miðlægt í fréttahönnun vinstrimanna. Þess vegna sameinuðust þeir á alþingi að krefjast þess að RÚV yrði haldið á floti með skattfé almennings.

 


mbl.is Dr. Gunni: Vandi RÚV leystur með frjálsum framlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Á meðan menn velta fyrir sér spurningunni "Hvað er frétt?" þá velkist enginn í vafa um hvað hugtakið "Fréttastjóri" merkir...

Júlíus Valsson, 14.12.2014 kl. 15:51

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Þegar fréttamennska er eins og skáldskapur vita fæstir af því. Fáir gagnrýna vinnubrögð fréttaveitu RÚV, hún hefur verið talin á hlutlausu svæði en auðvitað er ekki svo. Allar fréttir eru litaðar af viðhorfum þeirra sem senda þær út. Öryggisútvarpið ætti að segja aðeins fréttir af færð og veðri. Ekki af kjarabaráttu innan ríkisgeirans. 

Sigurður Antonsson, 14.12.2014 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband