Umboðslaus Gunnar Smári? Getur ekki verið.

Gunnar Smári Egilsson setti saman fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á Íslandi undir merkjum 365 miðla. Hvorugur þeirra er þjakaður af lítillæti og hógværð og því var næsta skref prentsmiðjurekstur í Bretlandi og blaðaævintýri í Danmörku.

Ógrynni peninga brann upp hjá þeim félögum og komu þeir peningar m.a. frá íslenskum lífeyrissjóðum. Eftir því sem verr gekk í rekstri hljóp veldisvöxtur í draumórana. Gunnar Smári kynnti til sögunnar blaðaútgáfu í Bandaríkjunum, sem ekkert varð af. Umboð sem jafnvel bíræfnustu starfsmenn lífeyrissjóða höfðu til að fjárfesta í skýjaborgum Gunnars Smára og Jóns Ásgeirs hlaut að þverra.

Núna undirbýr Gunnar Smári stofnun stjórnmálahreyfingar sem á að leiða Ísland inn í norska konungsríkið. Hvorki er eftirspurn eftir hugmynd Gunnars Smára hér heima og enn síður í Noregi.

En Gunnar Smári þekkir ekki umboðsleysi. Og er núna kominn með dóm upp á það.


mbl.is Tjón vegna umboðsskorts Gunnars Smára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Fögur er hlíðin! Þú ferð hvergi með líðinn.

Helga Kristjánsdóttir, 14.12.2014 kl. 00:46

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

LÝÐINN. Gunnar minn.

Helga Kristjánsdóttir, 14.12.2014 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband