Kröfur lækna vondar fyrir samfélagið

Læknar eru með á aðra og þriðju milljón i laun á mánuði og krefjast 50 prósent hærri launa. Kröfur lækna eru ávísun á verra samfélag enda stuðla þær að launaójafnrétti sem OECD segir í nýrri skýrslu að skaði samfélög.

Læknar beita fyrir sér þeim rökum að ef kaupið hækkar ekki hér þá fari þeir til útlanda þar sem þeir fá hærra kaup. Nú háttar þannig til að læknar í Noregi hafa á skömmum tíma fengið á sig kjaraskerðingu upp á 20% vegna falls norsku krónunnar.

Rök lækna um að þeir fari þangað sem best er borgað hverju sinni eru hlægileg enda yrðu þeir eins og hoppandi kanínur á milli gjaldeyrissvæða eftir því hvernig alþjóðahagkerfið hagar sér.


mbl.is Tæp 40% lækna erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

Já, einmitt Páll. Þitt álit er að kröfur lækna séu vondar fyrir samfélagið og ávísun á verra samfélag! Þú berð við OECD og meintu launaójafnrétti. Hvað segirðu þá um þetta launaójafnrétti sem hefur myndast síðustu árin læknum í óhag þegar laun lækna eru borið saman við þróun almennu launavísitölunnar? Er það ekki að sama skapi skaðlegt samfélaginu og ávísun á verra samfélag ef leið þín í rökfræðinni er notuð? (mynd: línurit að neðan).

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 12.12.2014 kl. 11:18

2 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

Svo er það smá athugasemd við staðhæfingu þína á hinum meintu háu launum lækna. Læt því fylgja með einfaldasta dæmi reiknilistarinnar á stæðhæfingu þinni, sem þú hefur reyndar tekið beint út úr munni Bjarna Beneditkssonar fjármálaráðherra um 1.100 millj laun meðallæknis (almennur læknir. Til skýringar þá eru þetta laun læknis sem staddur er á 3ja ári í sínu sérfræðinámi. Ný útskrifaður læknir er aftur á móti með 340.000 íslenskar krónur í dagvinnulaun, svona tekið með til samanburðar og yrði þvi um umtalsvert meiri yfirvinnu þeirra lækna til að ná upp í þessi upphrópuðu laun upp á 1.100 millj á mánuði. 

"Deildarlæknir sem hefur lokið 3 árum í sérnámi er með 425.139 kr í grunnlaun á mánuði (Tímakaup á vakt er 4.008 kr). 

Til að ná þeirri 1,1 milljón á mánuði sem fjármálaráðherra fullyrðir að hann sé með í meðallaun þarf hann að vinna 160 klst í dagvinu og 168 klst. á vakt, þ.e. 328 klst á mánuði sem jafngildir 205% starfshlutfalli. "

 

(Þessir útreikningar að ofan eru fengnir úr pússi almenns læknis.) 

 

Er þetta vinnuframlag almennra lækna á Íslandi í dag gott dæmi um það hvað við viljum halda áfram með til að viðhalda jafnvægi hins góða samfélags? Eða er þetta bara dæmigert fyrir það hvernig samfélag okkar vill halda uppi nánast þrælkunarbúðum sínum fyrir lækna? Viðhalda gífurlegu vinnuframlagi þeirra lækna sem eftir eru á landinu til að viðhalda hinu svokallaða góða samfélagi? 

 

Já, þér finnast þetta hlægileg rök lækna um að þeir krefjist hærri launa, sem í raun ætti öllu fremur að tala um sem leiðréttingu launa frekar en hækkun ef litið er til þróunar launavísitölunnar síðustu árin ( sjá töflu að ofan). Vonandi að hláturinn létti þér lífið eitthvað, alla vega ætti yfirvinna þín ekki að trufla þig í því.

 

Já, og sárt virðist sumum þykja að læknar geti í önnur hús farið þegar ástandið er orðið svona slæmt hér á Íslandi og létt á þrælkunarvinnu þeirri sem er á læknum og sem samfélag okkar vill bara viðhalda. Annað en er í boði fyrir t.d. stjórnmálamenn, blaðamenn (jafnvel frá ekki Baugsmiðlum), lögfræðingum og flestum öðrum stéttum getur nokkurn tíman gefist kostur á.  Já, og þá jafnvel hoppað eins og kanínur og jafnvel kengúrur á milli landa (nokkrir læknar eru í Ástralíu og Nýja Sjálandi).

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 12.12.2014 kl. 12:02

3 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

Hér er línuritið sem greinilega kom ekki fram að ofan (tilraun2)

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 12.12.2014 kl. 13:21

4 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

tilraun 3 að koma inn læsilegri töflu, greinilega ekki of oft kveðin vísan :-)

Ef það skyldi mistakast þá eiga 3 neðstu línurnar sem skera sig úr niðurávið við læknastéttina (fjölublá=læknakandidatar, orange=sérfræðinga, ljósblá=yfirlækna). Almenna launavísitalan er hins vegar þessi rauða sem heldur sínu striki uppávið og vístiala neysluverðs þessi græna.

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 12.12.2014 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband