Fimmtudagur, 11. desember 2014
Bankarnir eru þjófar
Viðskiptahættir bankanna eru þjófnaður um hábjartan dag. Bankakerfið þarf að hugsa upp á nýtt. Það gengur ekki lengur að bankarnir komist upp með að búa til peninga, í formi útlána sem ekki er innistæða fyrir, og bíta svo höfuðið af skömminni með því að bjóða upp á óguðlegan vaxtamun.
Tímabært er að afnema möguleika banka að framleiða peninga og láta þá hafa fyrir því að sækjast eftir sparifé viðskiptavina.
Bankarnir eru sjálfstæð uppspretta spillingar og ósiðlegra viðskiptahátta.
![]() |
Heimilin verða af hundruðum milljóna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek undir þetta heilshugar.
Bankarnir virðast vinna eftir einni stefnu: Hafa eins mikið af peningum út úr viðskiptavinum sínum og mögulegt er.
Hrunið fjármálakerfisins var greinilega ekki nóg. Þarna þarf að hreinsa betur út.
ThoR-E, 11.12.2014 kl. 11:23
"Tímabært er að afnema möguleika banka að framleiða peninga og láta þá hafa fyrir því að sækjast eftir sparifé viðskiptavina".Hvað nákvæmlega eru að meina? Er ekki þörf á því að hafa einn banka í eigu almennings til að eðlileg samkeppni myndist milli bankanna um sparifé almennings? Ég sé ekki neina aðra leið.
Jósef Smári Ásmundsson, 11.12.2014 kl. 14:39
Hversu oft höfum við spurt hér;"Erum við mýs eða menn"?
Hver vill hengja bjölluna á kattardýrið,?
Helga Kristjánsdóttir, 11.12.2014 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.