RÚV yfirgaf þjóðina; Egill og Hallgrímur vitna

Framsóknarflokkurinn er, þrátt fyrir að fylgið endurspegli það ekki alltaf, fulltrúi hinnar breiðu miðju stjórnmálanna. RÚV yfirgaf fólkið sem tilheyrir þessari breiðfylkingu með því að tileinka sér aðgerðafréttamennsku í þágu sérhagsmuna, s.s. ESB-sinna; leggja þingmenn breiðfylkingarinnar í einelti, t.d. Vigdísi Hauksdóttur; afnema dagskrárliði sem fólki voru kærir sbr. orð dagsins, morgunbæn og síðasta lag fyrir fréttir.

Egill Helgason, sem vílar ekki fyrir sér að nota sjónvarpsþætti til að herja á ríkissjóð í þágu RÚV, vitar um atvik þar sem hann atast í þingflokksformanni Framsóknarflokksins og fær það óþvegið. Annar RÚV-ari, núna í vist hjá DV, Hallgrímur Thorsteinsson, vælir undan skorti á stuðningi framsóknarmanna með þessum orðum

Og þannig er því farið um yfirstandandi leifturárás myrkustu afla Sjálfstæðisflokksins gegn RÚV þar sem helstu hirðfífl Framsóknar spila með en sómakærari flokksmenn standa hjá þegjandalegir og rjóðir.

Hvor með sínum hætti staðfesta Egill og Hallgrímur það sem öllum utan RÚV er löngu ljóst. RÚV yfirgaf breiðfylkingu þjóðarinnar og er í höndunum á fólki sem tilheyrir jaðarhópum samfélagsins. Á alþingi nýtur RÚV aðeins trausts vinstriflokkanna, sem eru með um þriðjungsfylgi.

Skera ætti niður RÚV um 2/3 og gefa stofnuninni svona tíu ár að betrumbæta sig í þágu þjóðarinnar.

 

 


mbl.is Sagði afstöðu Framsóknar breytta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Páll.

Það er alltaf hættulegt að vitna í tveggja manna tal, sérstaklega þegar þau eru á milli annars vegar þingmanns sem á ekki sérlega greiðann aðgang að fjölmiðlum og hins vegar þess manns sem hefur greiðann aðgang að flestum fjölmiðlum landsins og er að auki innsti koppur í einum þeirra. Þarna hallar verulega á jafnræðið og því ber að taka þessi orð Egils með góðum fyrirvara.

EN EF Sigrún lét þessi orð falla ættu stjórnendur að taka þau til verulegrar umhugsunar. Ef það er staðreynd að sá stjórnmálaflokkur sem lengst og mest hefur stutt við bak ríkisútvarpsins, allt frá stofnun þess. nennir ekki lengur að styðja þessa stofnun, ætti stjórn hennar að skoða vel reksturinn. Reyna að finna út hvers vegna þessi hellsti stuðningsflokkur stjórnarinnar snýr nú baki við henni og reyna að laga það.

Það er ekkert launungamál að um langann tíma hefur það verið vilji margra Sjálfstæðismanna að einkavæða þessa stofnun. Og lengi vel voru kratar þeirra hellsti stuðningsflokkur í þeirri stefnu. Þeirri stefnu hefur Framsókn barist gegn, allt fram til þessa.

En allir sem fylgjast með þeirri útreið sem þingmenn og ráðherrar Framsóknar hafa fengið af hendi sumra þáttastjórnenda ruv, ættu ekki að vera hissa þó sá flokkur hafi kannski ekki lengur sömu tilfinningar til stofnunarinnar og áður.

Ef stofnunin er nú komin á sitt síðasta skeið, er það ekki vegna fjárskorts, enda ætti 3,6 milljarðar auk tekna af auglýsingum að duga ágætlega til reksturs stofnunarinnar. Ástæðan er einfaldlega sú að sumir starfsmenn hennar hafa gengið þannig fram að sá eini stjórnmálaflokkur sem stofnunina hefur varið, gegnum þykkt og þunnt, hefur fengið nóg.

Meinið kemur innanfrá.

Gunnar Heiðarsson, 11.12.2014 kl. 07:50

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Gott hjá þér, Páll, að viðurkenna þá staðreynd að fylgi Framsóknarflokksins er ekki mikið.

Flokkurinn mælist núna með 11.8% fylgi, nota bene eftir að skuldaleiðréttingin, „móðir allra kosningaloforða" er gengin í gegn.

Hvers konar breiðfylking er það sem mælist með svona lítið fylgi? Er flokkurinn ekki meira eins og einn af „jaðarhópum samfélagsins", svona eins og Vinstri grænir, sem mælast með 11.2% fylgi?

Heimild: http://mmr.is/fylgi-flokka-og-rikisstjornar

Wilhelm Emilsson, 11.12.2014 kl. 07:52

3 Smámynd: Stefán Örn Valdimarsson

Fylgið er hugsanlega að einhverju leiti afleiðing af herferð flestra helstu fjölmiðla eða réttara sagt þeirra helsta fólks gegn flokknum.  Nýjasta dæmið er ótrúlegur uppsláttur Fréttablaðsin um 7 aðstoðarmenn forsætisráðherra sem eru í raun 2 og þar af þyggur annar þeirra (Ásmundur) ekki sérstök laun fyrir það starf. Aðrir eru annað hvort sérstakir starfsmenn ríkisstjórnarinnar sem eru vistaðir hjá forsætisráðuneytinu eða starfsmenn ráðuneytisins sem eru sinna sérstökum og tímabundnum verkefnum. Þetta hefur valdið gríðarlegu uppnámi á mörgum kaffistofum og enn bætist í upphrópanirnar sem voru háværar fyrir. Ekki hefur Fréttablaðinu enn þótt ástæða til að leiðrétta þetta enda virðist engin sérstök krafa um að fjölmiðlar fari með rétt mál í þessu landi.  Sumstaðr erlendis myndu fréttamenn lenda í verulegum vandræðum eftir slík vinnubrögð.  Ég veit að margir munu afgreiða þessi skrif sem enhverskonar ofsóknarbrjálæði en staðreyndirnar tala sínu máli og ef fólk er heiðarlegt þá þarf það ekki að leggjat í djúpar rannsóknir il að komast að þeirri niðurstöðu að það er verulegur vinstri halli á fjölmiðlun á Íslandi fyrir utan örfáar mjóróma undantekningar. Það er auðvitað lítið hægt að segja um fjölmiðla sem eru í einkaeign þó svo að gera verði kröfu að einnig þeir fari með rétt mál. Hinsvegar er óþolandi hvernig komi er fyrir RÚV.  Ég væri fyrir löngu búin að sega upp þeirri áskrift ef ég gæti.  Þess í stað verð ég að borga fyrir pólítískan áróður þeirra stjórnmálaafla sem ég er mótfallinn. Skrýtið þetta lýðræði.

Stefán Örn Valdimarsson, 11.12.2014 kl. 09:35

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"RUV yfirgaf þjóðina" er sagt, þ. e. yfirgaf breiðfylkingu sem hefur 12% fylgi. Samt treystir þjóðin engum fjölmiðli betur en RUV en þeir 2/3 hlutar hennar teljast ekki breiðfylking. Afsakið, þetta er svolítið snúið. 

Ómar Ragnarsson, 11.12.2014 kl. 10:10

5 Smámynd: Stefán Örn Valdimarsson

Ómar ætli RÚv lifi ekki ennþá nokkuð á fórnri frægð. Lengst lagði stofnunin sig fram að uppfylla hlutverk sitt og skyldur m.a. að sýna hlutlægni og hlutleysi. Þú tókst væntanlega eftir því að þrátt fyrir að traustið mælist enn hátt þá fer það minnkandi.

Stefán Örn Valdimarsson, 11.12.2014 kl. 11:16

6 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Það er vissulega margt snúið. Og jafn-vissulega teljast 2/3 hlutar þjóðarinnar breiðfylking. En hvað á að kalla þessi 16% sem nenna að hlusta á fréttir RÚV að staðaldri? Breið-samfylkingu, kannski?

Hólmgeir Guðmundsson, 11.12.2014 kl. 18:31

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ólætin og grófar aðdróttanir að valdhöfum í kjölfar Hrunsins,var aldrei,að því að ég minnist,gagnrýnd eða rædd hlutlaust í RÚV.--Síðan hefur miðillinn verið notaður til áróðurs fyrir inngöngu í Esb, m a. til að breyta Stjórnarskránni að tilmælum Esb.- Allir öfunda Framsókn,eini flokkurinn sem stendur heill gegn Esb.Eini flokkurinn sem þarf ekki að hafa áhyggjur af að valdhafar svíki lit. Þetta vissu kjósendur vorið 2013,og mátu það meira en þótt þeir annars gagnrýndu hann,en það var bara léttvægt á móti ,þeirri hrollvekju. 

Helga Kristjánsdóttir, 12.12.2014 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband