Mánudagur, 1. desember 2014
Leggja niður fréttastofu RÚV
Fréttastofa RÚV stundar málflutning í stað fréttaflutnings. Málflutningur fréttastofunnar er í þágu aðgerðasinna, t.d. þeirra sem stunda mótmæli á Austurvelli, herja á tiltekna ráðherra eða vefengja mat lögregluyfirvalda á nauðsyn vopnaburðar.
Fréttastofa RÚV telur sig ríki í ríkinu og sendir lögmann sinn á þá sem gagnrýna málflutningshætti stofnunarinnar.
RÚV er í reynd gjaldþrota. Til að bjarga menningarhlutverki RÚV ætti að leggja niður fréttastofuna, sem hvort eð er stundar mest ómenningu.
Stórfelld breyting á hlutverki RÚV blasir við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hárrétt Páll.
Þjóðin horfir á Ingva Hrafn og hlustar á Útvarp Sögu, fm 99,4
Jónatan Karlsson, 1.12.2014 kl. 19:35
Það er nefnilega það. Leggja niður þá fréttastofu sem nýtur langmest trausts hjá þjóðinni. Það gleymist að sagnabókmenntir okkar byggðust á fréttum af mikilverðum atburðum eins og stofnun Alþingis og kristnitökunni, deilum og mannvígum o.s.frv.
Fréttir og fréttatengd mál eru grundvöllur starfsemi alvöru fjölmiðils.
Ef leggja á slíkt niður hjá RUV er eins gott að leggja RUV niður í heild.
Og fela fjölmiðlun á Íslandi á vald þeirra fjölmiðla, sem hafa fyrst og fremst skyldur við eigendur sína, handhafa fjármagnsins, en ekki við þjóðina.
Ég hef unnið hjá slíkum fjölmiðli og þar voru fagleg vinnubrögð í fyrirrúmi þannig að ég er ekki haldinn neinum fordómum í því efni.
Einkareknir fjölmiðlar geta gegnt mikilvægu hlutverki og valdið því vel.
En nágrannaþjóðir okkar telja sig samt ekki geta verið án eins öflugs fjölmiðils sem hefur eingöngu skyldur við þjóðina.
Ómar Ragnarsson, 1.12.2014 kl. 20:38
"En nágrannaþjóðir okkar telja sig samt ekki geta verið án eins öflugs fjölmiðils sem hefur eingöngu skyldur við þjóðina."
Þessi frasi um það að eitthvað sé "skyldugt við þjóðina" fyrir það eitt að vera í ríkiseign/ríkisrekið á ekki rétt á sér. Þetta fólk er bara að hugsa um sjálft sig. Þetta er eins og með menntakerfið. Kennarar segja að það sé mikilvægt að halda utan um opinbera menntakerfið til þess að vernda hagsmunni barnana, en síðan er þessum sömu hagsmunnum fleygt út í hafsauga um leið og þeir fara í verkafall...
Málefnin (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 22:34
RÚV er bara fyrir samfóistana og margir aðrir glepjast af falegu yfirbragði, telja fréttastofuna vegsama sannleikann.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.12.2014 kl. 23:22
RUV hefur lagt andstæðingum sínum vopnin í hendurnar sem styðja við það sem þú leggur til kæri Páll = leggja ber fréttastofuna niður þegar í stað. Helst að leggja þetta apparat í heild sinni eða selja það ef hægt er.
Ef ekki - þá að taka up raftækjaeinkasölu ríkisins á nýjan leik, hvað eiga Elko,Ormsson og slíkir með að selja raftæki ? ? ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.12.2014 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.