Trú, ofstæki og pólitík

Bandalag vantrúarfólksins í Siðmennt og múslíma er trúarpólitísk tilraun á vinstri kanti stjórnmálanna. Síðustu borgarstjórnarkosningar sýndu svo ekki verður um villst að trúmál hreyfa við atkvæðum og þar með verður trúarumræða pólitísk.

Ofstæki er orð sem andstæðingar í trú og pólitík nota hver annan. Stundum er það sagt beint, en á öðrum stundum óbeint, eins og kemur fram í frásögn í leiðaraopnu Morgunblaðsins í dag, þar sem talsmaður múslíma kallaði kristinn fyrirspyrjanda á málþingi Siðmenntar og múslíma idíót.

Bandalag Siðmenntar og múslíma er trúarpólitískt skjól ákveðins hóps vinstrimanna sem eiga nóg af ofstæki en enga pólitíska sannfæringu.

 


mbl.is „Þú veist að landráð eru dauðasök“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ræett hjá þér kæri Páll.

Það sem verra er að stór hópur þessa fólks eru Biedermannar okkar lands eins og sá í Brennuvörgum Max Frisch.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.12.2014 kl. 10:05

2 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Sýnir bara hinn sanna tilgang Siðmenntar, sem er að ráðast gegn kristni, ekki öðrum trúarbrögðum. Falsið og tvöfeldnin skín í gegn.

Þorgeir Ragnarsson, 2.12.2014 kl. 11:14

3 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Ég var á fundinum og það kom mér á óvart hve mikil heift var í tveimur andstæðingum Íslam. Með hatursglampa í augum trufluðu þeir oft þingið. Múslimar hérlendis hafa orðið fyrir ofsóknir og hótanir, en ekki voru nefnd nein dæmi um að þeir hafi verið með slíka framkomu gagnvart þeim sem hafa aðra trú hérlendis. Til allra hamingju var fundarstjórinn mjög ákveðinn og góður. Miðað við framkomu frummælenda og gesta er niðurstaðan mín sú að það er ástæða til þess að óttast Íslamhatara hérlendis.

Eftirfarandi er bull í Páli og byggist á fordómum og vanþekkingu því miður, sem einkennir Íslamshatara hérlendi: ,,Bandalag Siðmenntar og múslíma er trúarpólitískt skjól ákveðins hóps vinstrimanna sem eiga nóg af ofstæki en enga pólitíska sannfæringu." 

Kristján H. Kristjánsson, 2.12.2014 kl. 12:00

4 identicon

Sæll Páll - sem og aðrir gestir þínir !

Kristján H. !

Margt skynsamlegra: hefir frá þér komið í gegnum tíðina / en þessi óforsvaranlega málsvörn: til handa Múhameðskum.

Ertu illa að þér - í Mannkynssögunni: Kristján minn ?

Múhameðskir: rústuðu samfélögum Berbneskra frumbyggja Norður- Afríku og fornkirkjunnar þar: þó svo Koptískri kirkju í Egyptalandi og Eþíópíu hafi tekist að halda sínu - með harmkvælum / auk þess sem Sassanída ríki Zaraþústratrúrarmanna (Tvíeðlishyggjumanna) varð einnig splundrað: af hálfu rumpulýðs Múhameðs.

Og - minna vil ég á fall Konstantínópel: 29. Maí 1453, einnig. 

Svo þykist þú - og Siðmenntar liðið svokallaða vera hissa: á hinni sjálfsögðu andstöðu við Kóran lýðinn: hérlendis sem víðar Kristján.

Væri alvöru stjórnarfar ríkjandi hér - væri búið að reka Kóran þvælu sinnana hérlendu til sinna réttu heimkynna: suður í Saúdí- Arabíu og nærsveitum hennar fyrir löngu síðan: Kristján H.

Engir fordómar í máli Páls - um þennan undirferlis og skuggalýð: heldur réttmæt og sönn lýsing á þessu liði / sem hefir verið: og er viðlíka plága og Nazistar og Kommúnistar 20. aldarinnar - Kristján H.

Þarf kannski - að minna þig á ''starfshætti'' : ISIL (Sýrlandi og Írak)/ Boko Haram (Nígeríu og Kamerún) og annarra Kóran drullusokka þessi misserin líka - Kristján minn ?

Með beztu kveðjum samt: af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.12.2014 kl. 12:35

5 Smámynd: Arnar Guðmundsson

Alla tíð hefur mér staðið á sama um trúarhópa, sértrúarhópa og jafnvel ekkitrúarhópa eins og mér skilst að Siðmennt sé skilgreint. Þorsteinn nefnir hér að ofan að Siðmennt ráðist gegn Kristni. Veit ekki um það og raunar lítið um þennan fund utan þess sem hér hefur verið skrifað. Hélt að Siðmennt væri hlutlaust gagnvart hinum ýmsu trúarbrögðum, - mér hefur því alltaf fundist einkennilegt að Siðmennt (sem ekki hallast að eða frá neinni trú), skuli „stela“ fermingunni frá Kristninni. Ferming barna/ungmenna er Kristið og trúarlegt fyrirbæri. Þá er það spurningin: er þessi „þjófnaður“ stuðningur við Kristni eða vanvirðing? Eða kannski bara blind tekjuöflun?

Arnar Guðmundsson, 2.12.2014 kl. 14:26

6 Smámynd: Egill

eða leið til að tileinka sér hefð úr öðrum félagasamtökum sem hefur í gegnum tíðina haft einhverja athöfn til að segja við ungt fólk "velkomið í hóp fullorðinna" sem fermingin er á sinn máta.

og svona til að gefa þeim sem ekki trúa á stokka og steina til að fá gjafir eins og aðrir í vinahópnum fyrir það eitt að fara með einhverja þulu í hvítum klæðum, því satt best að segja, þá væri þessi fjöldi táninga sem fermist árlega, heldur fámennur ef engar gjafir væru handan við hornið.

en hefðin er fín, ágætt að rífa hana úr dauðum jarðveg og búa til eitthvað uppbyggilegt við hana, halda henni við á sinn máta, fjarlægja það sem er ekki í tengslum við veruleikann og bæta inn nokkrum klausum um virðingu, þátttöku í samfélagi fullorðinna og sniðug ráð til að takast á við lífið sem er að byrja.

Egill, 2.12.2014 kl. 17:05

7 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Að veitast að Múslimum hérlendis vegna grimdarverka sem nokkrir af sömu trú hafa framið erlendis er jafn heimskulegt og að veitast að Kristnum hérlendis fyrir öll þau grimdarverk, sem hafa verið framin í nafni í Kristni. 

Kristján H. Kristjánsson, 2.12.2014 kl. 17:28

8 identicon

Komið þið sælir - á ný !

Kristján H. !

Hvergi: hér efra gat ég þess - að ætti að veitast að Múhameðskum hér á landi / sérstaklega.

Hins vegar - er mér engin launung það ætti að vísa þessu liði kurteislega / til sinna réttu heimkynna: sem er jú Saúdí- Arabía og nærsveitir hennar.

Manstu fordæmin Kristján - Dr. Gerlach var vísað héðan á 4. áratug síðustu aldar / sem og ýmsir Sovézkir Kommúnistar: sem hugðust setjast hér að urðu ekki mosavaxnir hér heldur.

Heimsvaldasinnar - eiga ekkert að vera velkomnir hér: umfram aðra / Kristján minn.

Með sömu kveðjum - sem seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.12.2014 kl. 17:47

9 Smámynd: Alexandra Briem

Siðmennt er vettvangur fólks sem er á móti mismunun vegna trúarbragða eða á trúarbragðalegum forsendum (meðal annars)

Við erum fylgjandi jafnrétti og trúfrelsi þar sem allir eru jafnir.

Þannig erum við náttúrulegur bandamaður þeirra sem eiga undir högg að sækja vegna trúarbragða sinna, eða á forsendum sem trúarbrögð gefa, hvort sem það eru þá minnihluta trúarbrögð sem hallar á eða fólk sem trúarbrögð vilja mismuna, t.d. samkynhneigðir.

Það er félagsskapur sem ég er stoltur af að tilheyra.

Alexandra Briem, 2.12.2014 kl. 17:58

10 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ævinlega sæll Páll,

fyndið að lesa pistlana þína. Hvernig er heilsan? Hér er smá svar við 'ranti' Valda Jóhannessonar um sama efni, en hann þorði ekki að leyfa mér að birta komment við sinn pistil, sem var enn ein ofstopalanglokan um Íslam.

Svar til Valdimars Jóhannessonar

http://skeggi.blog.is/blog/skeggi/entry/1528642/

Skeggi Skaftason, 2.12.2014 kl. 20:59

11 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

 Það er ólíku saman að jafna um mannkynssöguna grimmd og útrýming múslina á kristnum og öðrum miðað við það sem hinir kristnu eru sakaðir um.

Höfum higfast að í Biblíu kristinna manna er ekki getið um að boða trú með sverði og far um og fremja Jihad og þvinga með valdboði til að taka trú eins og múslimar lesa í Kóraninum. Þar er þeim þetta beinlínis uppálagt enda drepa þeir sína eigin trúbræður finnist þeim þeir far lítillega út af sporinu eða ekki nægilega trúaðir.

Sjáið lifandi kort sagnfræðinnar hér í meðgylgjandi hlekk :

https://www.facebook.com/l.php?u=https%3A%2F%2Fwww.youtube.com%2Fwatch%3Fv%3DI_To-cV94Bo%26list%3DUU0Uu4XnRS1hiz3JCpNFIuUg&h=aAQEjJDop

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.12.2014 kl. 21:49

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

https://www.youtube.com/watch?v=I_To-cV94Bo&list=UU0Uu4XnRS1hiz3JCpNFIuUg

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.12.2014 kl. 21:50

13 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

https://www.youtube.com/watch?v=SO5_QQVYlpA&list=UU0Uu4XnRS1hiz3JCpNFIuUg

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.12.2014 kl. 21:51

14 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Villur meinlegar að ofan og því endurpóstað með leiðréttingum :

 Það er ólíku saman að jafna um mannkynssöguna grimmd og útrýming múslima á kristnum og öðrum miðað við það sem hinir kristnu eru sakaðir um.

Höfum hugfast að í Biblíu kristinna manna er ekki getið um að boða trú með sverði og fara um og fremja Jihad og þvinga aðra með valdboði til að taka trú eins og múslimar lesa í Kóraninum. Þar er þeim þetta beinlínis uppálagt enda drepa þeir sína eigin trúbræður finnist þeim þeir fara lítillega út af sporinu eða að vera ekki nægilega trúaðir.

Sjáið lifandi kort sagnfræðinnar hér í meðfylgjandi hlekk :

.

https://www.youtube.com/watch?v=I_To-cV94Bo&list=UU0Uu4XnRS1hiz3JCpNFIuUg

.

og nánar í fyrirlestri :

.

https://www.youtube.com/watch?v=SO5_QQVYlpA&list=UU0Uu4XnRS1hiz3JCpNFIuUg

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.12.2014 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband