ASÍ vill stjórna lýðveldinu, ræður ekki við eigin fyrirtæki

Alþýðusamband ísland, ASÍ, stjórnar í gegnum lífeyrissjóðina mörgum helstu fyrirtækjum landsins. ASÍ ræður ekki við það verkefni að setja skynsamlega stefnu í launamálum forstjóra fyrirtækja þar sem verkalýðshreyfingin er ráðandi hluthafi í gegnum lífeyrissjóði.

En ASÍ þykist þess umkomið að stjórna ríkisfjármálum betur en rétt kjörið alþingi.

Er ekki tímabært að ASÍ líti í eigin barm og fari með alkabænina? Sérstaklega þann hluta sem segir að maður skuli breyta því sem maður getur breytt en sætta sig við þá hluti sem ekki eru á færi manns að breyta.


mbl.is Snubbótt svar stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

hefur enginn hugleitt hvar lífeyrissjóðakerfið endar ef það fær að vaða svona áfram? Lífeyrissjóðir munu eiga allt á landinu? Er það ekki hinn fullkomni kommúnismi? Alræði öreiganna sem eiga ekkert nema rétt il lífeyris eftir 67 ára.? Til hvers lifðu þeir fram að því? Maður skilur ASÍ og forstjórana. Þeir hafa það fínt.

Halldór Jónsson, 28.11.2014 kl. 23:21

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Hvert stefnir í hinu rotna lífeyrissjóðakerfi okkar er ekki til umræðu hjá þeim sem ráða för í þessu landi.  Þar stinga menn bara hausnum í sandinn

Þórir Kjartansson, 29.11.2014 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband