Klukkurugl

Ef við höfum haft klukkuna rangt stillta í hálfa öld og ef það skipti einhverju mál þá ættu afleiðingarnar að vera löngu komnar i ljós. En það er ekkert til sem heitir rangt stillt klukka; vísindi tengd því hvort klukkan sé ,,rétt" einum klukkutíma fyrr eða seinna eru hjáfræði.

Klukkan ræður ekki svefntíma fólks og það ættu Íslendingar að vita manna best. Á sumrin mælir klukkan ekki lengur mun á dagsbirtu og myrkri þegar það er bjart allan sólarhringinn. Svefnvenjur fólks taka þó ekki stakkaskiptum eftir árstíð.

Ef eitthvað hefur virkað í hálfa öld þá á ekki að breyta því.

 


mbl.is Mjög brýnt að seinka klukkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni

Jafnvel ekki þótt það sé eitthvað sem myndi virka betur?

Árni, 28.11.2014 kl. 13:39

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka þér fyrir Páll að taka þetta upp. Hef aldrei skilið þessa undarlegu umræðu um vanstillingu á innri klukku. Í Suðaustur Asíu er klukkan 8 tímum á undan. Ég varð ekki vör við að tímaklukka mín væri með neitt uppistand þegar ég var þar á ferð fyrr á þessu ári og sólarhringnum nánast snúið við.

Ragnhildur Kolka, 28.11.2014 kl. 14:44

3 Smámynd: Árni

Þetta er ekkert undarleg umræða. Hún á fullan rétt á sér. Vísindamenn hafa rannsakað þetta og komist að því að vakna í björtu hefur æskilegar afleiðingar í för með sér. Þótt þú hafir farið í stutta stund til Asíu og haft það vonandi gott hefur ekkert með málið að gera.

Árni, 28.11.2014 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband