Fimmtudagur, 27. nóvember 2014
Banka á að skattleggja til siðvæðingar
Bankar og eigendur þeirra bera aðalábyrgðina á hruninu. Margt bendir til að starfsfólk banka, millistjórnendur og upp úr, séu sérlega áhættusækið fólk og eftir því óábyrgt.
Bankar eru í þeirri stöðu að framleiða peninga, veita lán sem ekki er innistæða fyrir.
Til að halda bönkum í skefjum á ríkisvaldið að skattleggja þá sem framast er kostur. Ekki undir nokkrum kringumstæðum á að leyfa bönkum að komast í þá stöðu sem þeir voru í útrásinni. Skattlagning kennir bankafólki nauðsynlega auðmýkt. Hrokann frá útrásinni verður að svæla út með þeim ráðum sem duga.
Skattbyrðin þyngri en þekkist í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er ein ógeðfeldasta færsla sem ég hef lesið lengi.
Ég er viss um að Samfylkingin standa á höndunum og klappa með rassinum fyrir þessa vinstri mennsku.
sleggjuhvellur, 27.11.2014 kl. 20:41
Það má vera sleggjukvellur, að það sé vani Samfylkingafólks að klappa saman rasskinnum, þekki það bara ekki.
En hitt er víst að á þeim bæ munu margir gráta um þessar mundir, vegna þess hversu núverandi ríkisstjórn er ósanngjörn við fjármálakerfið.
Það er af sem áður var, þegar ríkisstjórn Samfó og VG gerði allt sem fjármálakerfið bað um. Ráðherrar þeirra ríkisstjórnar fóru ekki á klósettið nema hringja fyrst í Höskuld eða einhvern jafn "ábyrgann fjármálamann".
Vel getur hugsast að rasskinnum hafi verið klappað saman í stjórnarráðinu á árum síðustu ríkisstjórnar. Nú nota menn hausinn til að hugsa þar innandyra.
Gunnar Heiðarsson, 27.11.2014 kl. 21:22
Að vilja skattpína fyrirtæki og skattpína til siðmenningar... það er ekkert annað en sósíalismi og vinstri mennska.
sleggjuhvellur, 27.11.2014 kl. 22:27
Þetta byrjaði með þóttalegri framkomu bankastjóra,þegar t.d.litlar Gunnur og jónar,föluðust eftir láni,náði örlítið í neðri þrep-næstum bankastjóranna og það gamla er bara grín.-- Spaugstofumenn fóru vel með þetta á seinustu öld,þegar bankastjórar vildu alltaf vita til hvers þú þurftir lán. Bankastjórinn, (Pálmi Gests)spurði lánbeiðanda (Ladda),án þess að líta upp(sem var viðtekin venja þeirra) til hvers hann þyrfti lán? "Ég ætla að kaupa hjónarúm" --"Ertu giftur"?-Nei.Það stóð ekki á hneykslan siðferðispostula bankans;"Þú og þínar saurugu hugsanir"- Klapp;,
Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2014 kl. 01:48
Ja... Spaugstofan er skothellt heimild um raunveruleikann.
Vel gert Helga.
sleggjuhvellur, 28.11.2014 kl. 06:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.