Síðasta vörn Jóns Ásgeirs

Í réttarhöldum er ekki bannað að drepa málum á dreif, þjóni það hagsmunum sakbornings. Síðasta vörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, aðalsakbornings í Baugsmálinu, fólst í því að sambýliskona hans Ingibjörg Pálmadóttir sagði við skýrslutöku að lögmaðurinn þáverandi, Jón Steinar Gunnlaugsson, hafi sagt sér að margir hefðu þrýst á sig að taka að sér mál Jóns Geralds Sullenberger sem er upphaflegi kærandinn í málinu.

Þau Jón Ásgeir og Ingibjörg voru varla komin út fyrir dyr dómshússins þegar Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, leiðrétti með yfirlýsingu vitnisburð Ingibjargar og sagði hana fara með rangt mál.

Síðasta vörn Jóns Ásgeirs verður lengi í minnum höfð.


mbl.is Vitnaleiðslum lokið í Baugsmálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Árnason

Jón Steinar hagræðir snnleikanum eins og allir hans fylgisveinar.

Sveinn Árnason, 20.3.2007 kl. 13:47

2 identicon

 

Jón I. er lögmaður Jónu. Jón II. kemur til Jóns I. til að leita aðstoðar við að kæra Jón III. sem er sambýlismaður og meðeigandi Jónu í fyrirtæki.

Hvað bjóða góðir lögmannshættir Jóni I. að gera? Má búast við að Jón I. viti meira um rekstrarhagsmuni Jónu og Jóns III. til að vera hæfur sem lögmaður til að bera á þau kæru fyrir Jón II.? Felast góðir lögmannshættir í því að hafa umframtrúnað við annan en skjólstæðing sinn? Getur lögmaður verið sækjandi og verjandi í sama sakamálinu og lagt snörur fyrir sig sitt og hvað?  Og ef það er hægt getur hann ekki bara verið dómari í málinu líka? Og ráðleggji hann skjólstæðingi sínum að áfrýja getur hann ekki líka verið Hæstaréttardómarar saksóknari og verjandi í hæstarréttarmálinu????

Málið vandast heldur en ekki ef málið fer fyrir ME. þar þarf að manna á þriðja tug hlutverka, en með vilja er margt hægt.

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 19:47

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Fram að þessu hafa menn verið sýknaðir í þessu máli, þrátt fyrir stórar yfirlýsingar og mismunandi greindarlegar. Auðvitað svíður þér sárt að Jón skuli verja sig. Það er væntanlega ekki til siðs að verja sig í Valhöll, Háaleytisbraut 1. En spyrjum að leikslokum! Róm var ekki brennd á einum degi, eins og BB frændi sagði. Eigum við bara ekki að vona að sýknudómarnir haldi áfram að falla. Það væri slæmt, ef saklausir væru dæmdir sekir fyrir dómstólum landsins. Það er nóg, að alskyns leppalúðar séu búnir að dæma saklausa seka. Er ekki komið nóg af slíku bulli. Eftir alla þessa vinnu ætti að reynast auðvelt fyrir saksóknara að sanna sekt, ef hún væri fyrir hendi. En sýknudómarnir segja sína sögu!

Auðun Gíslason, 20.3.2007 kl. 19:53

4 Smámynd: Hreinn Hreinsson

Tjahh... ekki lekur nú hlutleysið af síðunni þinni í þessu máli. Ertu viss um að þú sjáir þetta réttum augum án fyrirframgefinna hatursskoðana í garð þessa fólks?

Hreinn Hreinsson, 20.3.2007 kl. 21:07

5 identicon

Páll Vilhjálmsson er búin að gefa það út að hann sé EKKI hlutlaus, þegar hann segist vera EKKI baugsmiðill.  Öll hans umfjöllun um Baug er Baug í óhag.

Valur (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 15:14

6 identicon

Þetta er nú farið að verða þvílíkur sápuóperu fílingur í þessu Baugs dæmi öllu. Hvort er Jón Ásgeir Bobby eða Ray krebbs ?.Jóhannes gamli er J.R. og þær Hagkaups systur Sue Ellen og Pamela. Það er alveg orðið niðurdrepandi horfa á þetta lið í svörtu Prada fötunum og einsog nýkomin af jarðarför hjá einhverjum nákomnum. Manni er farið að flökra af öllu þessu sjónarspili hjá þessu moldríka liði sem veit ekki hvernig það getur eytt öllum sínum peningum sem komu jú fyrst vegna þess að við almúginn versluðum á okurverði hjá þessu svartklædda Prada gengi sem fer með einkaflugvél til útlanda og leikur sér . Mér finnst svo dapurt að sjá allt þetta ágæta undirgefna fólk á þessum Baugsmiðlun sem þarf að éta úr höndum þessara manna. En sumir sem betur fer hugnast það ekki og ég tek ofan hattinn fyrir þér Páll að þú skulir þora segja það sem þér finnst vegna þess það hugnast ekki öllum

Jón Þór (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 21:43

7 Smámynd: Borghildur

Það er magnað hvernig þið, Jón Þór og Páll Vilhjálmsson, getið markað ykkur svona fasta afstöðu í máli sem það lítur út fyrir að þið vitið lítið um. Þetta "svartklædda Prada gengi" sem að þú talar um Jón Þór gerir margt og meira heldur en að fara "með einkaflugvél til útlanda og að leika sér." Þetta fólk vinnur myrkranna á milli og ég skil 100% að þetta fólk vilji ekki vera á Íslandi í fokviðri, þar sem það sækir ofsóknum og er logið uppá það trekk í trekk, þegar það hefur kost á að vera annars staðar í heiminum þar sem fólk hefur gert sér grein fyrir að þetta mál er mesti brandari, langdregni brandari, sem að Ísland hefur áður séð. Því þetta mál hefur nú verið það mörg ár í bígerð, það hafa nægilega margir úr Dabba-klíkunni skotið sig í fótinn, ÞAÐ VÆRI BÚIÐ AÐ FINNA ÞAÐ ÚT EF E-Ð STÓRT BROT HEFÐI ÁTT SÉR STAÐ.

Við ættum í rauninni að vera þakka þessu fólki fyrir að gera líf okkar bærilegra, t.d. með því að koma Íslandi á kortið og bjóða gömlu Dabba-klíkunni byrginn (e-ð sem enginn hefur áður þorað að gera), fyrir utan Bónus búðina sem hefur ábyggilega hjálpað okkur öllum með tölu til þess að láta enda ná saman þegar þröngt er í búi.

Í guðanna bænum kynnið ykkur þetta mál betur, mætið í réttarsalinn, áður en að þið látið frá ykkur hleypidóma sem að eru svo augljóslega vegna öfundar að mér sárnar í hjarta... Svona fyrir ykkar hönd.

Borghildur, 28.3.2007 kl. 13:36

8 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Dæmigert moldvörpublogg það sem skráð er á Borghildi. Bloggið er stofnað án frekari auðkenna í dag, þar er engin færsla, aðeins þessi athugasemd. Undarlegt með þetta Baugslið hvað það reynir alltaf að dylja sporin sín kauðskt.

Páll Vilhjálmsson, 28.3.2007 kl. 19:28

9 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Dæmigert moldvörpublogg það sem skráð er á Borghildi. Bloggið er stofnað án frekari auðkenna í dag, þar er engin færsla, aðeins þessi athugasemd. Undarlegt með þetta Baugslið hvað það reynir alltaf að dylja sporin sín kauðskt.

Páll Vilhjálmsson, 28.3.2007 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband