Fall Berlínarmúrsins og tapað valdajafnvægi

Berlínarmúrinn tryggði valdajafnvægið í Evrópu allt frá lokum seinna stríðs. Eftir fall múrsins varð valdatóm í Austur-Evrópu sem Evrópusambandið ætlaði að nýta sér til að styrkja sig gagnvart Rússum.

Rússar töpuðu Sovétríkjunum í kjölfar falls Berlínarmúrsins og voru um hríð sjúklingur en ekki stórveldi. Evrópusambandið reyndi að nýta sér veikleika Rússa og innbyrti Eystrasaltslöndin og Pólland inn í bandalagið, auk Ungverjalands, Rúmeníu og Búlgaríu sem öll voru í hernaðarbandalagi með Rússum á tímum kalda stríðsins.

Þegar Evrópusambandið ætlið sér Úkraínu, sem er með áþekka stöðu gagnvart Rússlandi og Mexíkó gagnvart Bandaríkjunum, sögðu Rússar stoj, hingað og ekki lengra.

Valdajafnvægið á meginlandi Evrópu er á hundrað ára fresti í uppnámi, allt frá snemma á 18. öld þegar Norðurlandaófriðurinn mikli sá að baki Svíum og Dönum sem alvöru valdaþjóðum. Hundrað árum seinna gerðu Napoleoónsstyrjaldirnar úti um vonir Frakka að stýra Evrópu og tvær stórstyrjaldir á fyrri hluta síðustu aldar settu Þjóðverjum stólinn fyrir dyrnar. Rússar voru sigurvegarar í öllum þessum stríðum, nema í fyrri heimsstyrjöld þar sem þeir glímdu við byltingu heima fyrir.

Valdatogstreitan sem stendur nú yfir milli leiðandi ríkja á meginlandinu mun án efa taka áratugi. Viðfangsefni íslenskra stjórnvalda er að gæta þess að draga ekki Ísland inn í þessar deilur um forræðið á meginlandi Evrópu.

 


mbl.is Varar við öðru köldu stríði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það var reyndar svo að Pólland og Eystrasaltslöndin kusu að ganga inn í Evrópusambandið. ESB "innbyrðir" ekki lönd.

Skeggi Skaftason, 9.11.2014 kl. 21:08

2 Smámynd: Elle_

Beint og óbeint með falsi gerir það það.  Platar lönd og nær svo æ meiri tökum og völdum eftir það. 

Elle_, 10.11.2014 kl. 00:17

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Með útrétta kolsvarta stál-hramma með gylliboðum til handa ágjörnum borgurum landa sem þeir ætla sér að innbyrða.-Að þeir vinni fyrir þá að gleypiganginum.

Helga Kristjánsdóttir, 10.11.2014 kl. 00:48

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Haldiði að þessi lönd hefðu frekar viljað vera áfram í Varsjárbandalaginu?

Skeggi Skaftason, 10.11.2014 kl. 10:45

5 Smámynd: Elle_

Var Varsjárbandalagið verra?

Elle_, 10.11.2014 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband