Læknar: hátekjufólk með vondan málstað

Læknar neita að gefa upp hverjar launakröfur þeirra eru. Læknar blekkja almenning með því að framvísa launaseðli fyrir dagvinnu upp á minna en hálfa milljón en fela 1,5 m.kr. yfirvinnugreiðslu.

Í tekjublaði Frjálsrar verslunar má lesa um lækna með laun upp á tvær milljónir króna og þar yfir.

Læknar eru hátekjufólk sem á að bjóða það sama öðrum vinnandi stéttum. Tilraunir lækna til að taka samfélagið í gíslingu á að svara af hörku.


mbl.is Upplýsir ekki um heildarlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það er í raun margt sem vantar að skoða.

Eitt af því sem að margir starfsmen hins opinbera fá er "föst yfirvinna". Það er síðan misjafnt hversu mikið af þeirri vinnu er raun-unnin eða í raun aðeins sett sem föst yfirborgun.

Eins vantar í útreikninga "álag" (vakta-álag, bak-vaktar-álag, staðar-uppbót, fæðis-peninga-fata-peninga etc).

Annar vandi er að mikið til af fólkinu á almenna markaðnum er á svokölluðum "pakka-launum" sem innifelur þá í sér allar sveiflur í álagi og/eða yfirvinnu.

Lægri tekjuhóparnir fá síðan mest af bótunum sem eru tekjutengdar þannnig að ekkert fæst þegar fólk nálgast framfærsluviðmið.

Þessa vegna verður að tala um HEILDARLAUN og deila slíkum svo niður á klukkustundir, margfalda aftur með 166,75 (meðaltal milli skrifstofu og verkamanna) og skoða síðan þá fyrst hvort að meðaltekjur á vinnutíma þykir háar/láar eða ekki.

Óskar Guðmundsson, 6.11.2014 kl. 13:05

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Sæll Páll
Takk fyrir góða og beinskeytta pistla. "Gíslataka" lækna snýst um margt fleira en launakröfur. Menn geta sætt sig við rýr kjör, sé hægt að skapa áhugavert faglegt umhverfi. Ég er t.d. gamall sorphreinsitæknir (öskukall) og fullyrði að það er ein skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið og hef ég þó unnið ýmis störf. Það var eftirsótt vinna þó það hljómi undarlega.
Faglegt starfsumhverfi lækna (og þá á ég ekki bara við húsnæði og tækjakost), skipulag og rekstur heilbrigiðskerfisins er það sem er að hrekja unga lækna úr landi. Við höfum dregist langt afturúr tækni- og faglega og læknar á LSH og heilsugæslunni eru orðnir langþreyttir á því ófrelsi, sem þeir búa við. Það er búið að klippa á hlustunarpípu gamla og virðulega Yfirlæknisins.   

Júlíus Valsson, 6.11.2014 kl. 15:29

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Já,  svara af mikilli hörku, jafnvel þó "búið sé að klippa á hlustunapípu gamla og virðulega yfirlæknisins". Á maður að gráta, Júlíus Valsson?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.11.2014 kl. 16:11

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Vilhjálmur, ég nefndi ekki hörku í mínu innlkeggi og "gíslatakan" var sett innan gæsalappa. frekar linur póstur finnst mér. Það er engin harka í læknum og hefur aldrei verið. Því fór sem fór. Það er valtað yfir okkur. 

Júlíus Valsson, 6.11.2014 kl. 16:21

5 Smámynd: rhansen

Læknar eru bara ein af vinnandi stettum á Islandi .þeir eiga allt gott skilið að sjálfsögðu ,en þeir eru ekki" forretinda hópur" sem getur farið fram með heimtufrekju og stofnað fólki i "voða "...sem reyndar þegar er orðið þvi allt sem úr skoðum er þegar farið ,mun koma" mjög " illa við fjölda fólks ......Farið að vinna þið er langt þvi frá illa settir ...Um hvað  snyst læknaeyðurinn  ?....það ma lika geta þess i leiðinni að það er alveg stór hópur fólks sem ekki hefur efni á læknishjálp !!........En yfir lækna er ekki valtað ..aðrir hópar i þjóðfelaginu margir gætu frekar tekið ser þau orð i munn ,Július Valson

rhansen, 6.11.2014 kl. 17:30

6 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Hvers vegna er það ekki skoðað að fá erlenda lækna til að starfa hér á landi?

Er viss um að hægt sé að fá mikið af hæfum og duglegum læknum til  að létta undir með okkur.

Ólafur Jóhannsson, 6.11.2014 kl. 17:42

7 Smámynd: Bjarni Jónsson

Hvað er orðið um Hippokratesareiðinn ?  Ekki verður séð, að sá eiður samræmist því að setja hagsmuni sjúks fólks í algjört uppnám með því að lama sjúkrastofnanir landsins með vinnustöðvunum.  Ég hefði ekki trúað því fyrr en ég tók á því, að íslenzkir læknar gerðu sig seka um athæfi af þessu tagi.  Þeir hafa ekki meiri siðferðilegan rétt en aðrar stéttir á Íslandi til að vísa til launa erlendis.  Við verðum öll að leyfa hagkerfinu að rísa úr öskustó, ríkið verður að fá frið til að greiða niður erlendar skuldir, og þegar hagkerfinu hefur vaxið fiskur um hrygg, og það er stutt í það, ef friður helzt, þá mun ekki standa á því, að þetta sama hagkerfi standi undir lífskjörum, sem samkeppnisfær geta talizt við útlönd.

Bjarni Jónsson, 6.11.2014 kl. 21:13

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Talið hér að ofan er óraunhæft nema menn ætli sér að banna læknum að flytja til útlanda eða vinna þar við margfalt betri kjör vegna þess að þeir séu vont fólk með vondan málstað. 

Við leysum ekki vanda heilbrigðiskerfisins með því. 

Ómar Ragnarsson, 6.11.2014 kl. 23:42

9 Smámynd: Elle_

Læknar vinna ekki fyrir ekkert.  Ekki einu sinni þó þeir búi og vinni á Íslandi.  Læknar eru eftirsóttir út um allan heim og geta flutt til útlanda ef þeir vilja.  Og margir hafa flúið land.  Páll, læknar eru ekki með vondan málstað og ég er sammála Ómari.  Það á að borga læknunum eðlilegar tekjur við hæfi og það strax.  Það var löngu tímabært.  Væri það gert, væru þeir ekki í verkfalli.

Elle_, 8.11.2014 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband