Við erum öll stjórnmálamenn

Í lýðræðisríki eru allir á kosningaaldri stjórnmálamenn. Aðeins fáir gefa sig stjórnmál, flestir láta sér nægja að greiða atkvæði í kosningum og einhverjir fáir láta sig stjórnmál engu skipta.

Í vöggu lýðræðisins, Aþenu til forna, var ákveðið með hlutkesti hverjir skyldu þjóna samfélaginu sem stjórnmálamenn um stund. Eftir frönsku byltinguna varð fulltrúalýðræðið ráðandi fyrirkomulag, en það gerir ráð fyrir að fólk bjóði sig fram til trúnaðarstarfa og almenningur kjósi á milli.

Þegar Þorvaldur Gylfason staðhæfir að stjórnmálamenn eigi ekki að skipta sér af stjórnarskrármálum þá er hann í raun að útiloka almenning frá aðild.

Það hentar Þorvaldi betur að forréttindafólk sjái um stjórnarskrármál. Það er ekki lýðræðislegt.

 

 


mbl.is Stjórnmálamönnum haldið frá málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Engin þörf er á nýrri stjórnarskrá ef menn geta ekki farið eftir þeirri sem í gildi er.

Óskar Guðmundsson, 6.11.2014 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband