Kapítalismi virkar ekki án gjaldþrota

Kapítalisminn virkar þannig að fólk sér tækifæri til að hagnast og tekur áhættu. Stundum heppnast fjárfestingin, þá verður gróði, en stundum fer illa og fyrirtækið endar í tapi.

Mest áberandi fjárfestingar síðustu missera eru í íbúðarhúsnæði enda hækkunin jöfn og stöðug undanfarin ár og ekki byggt nógu mikið til að anna eftirspurn. Margir sjá sér leik á borði og kaupa fasteignir, byggðar og óbyggðar, til að hagnast á þeim viðskiptum.

Eftir sex mánuði eða sex ár, enginn veit hvenær, nær fasteignaverð hámarki og það fellur. Þá munu einhverjir tapa, bæði fjárfestar og láveitendur. Ekki má undir neinum kringumstæðum hjálpa þeim sem tapa, t.d. með opinberri aðstoð. Því ef það er gert þá virkar kapítalisminn ekki heldur verður hann að ríkissósíalisma.

Kapítalisminn virkar ekki nema með gjaldþrotum. Enginn lærir af fjárfestingu sem heppnast; menn telja sér trú um að það sé vegna þess að þeir séu svo snjallir, flottir og frábærir (og fá heilu háskóladeildirnar til að gefa sér klapp á bakið, sbr. viðskipta-og hagfræðideild HÍ á tíma útrásar). Sjálfshól er ekki lærdómur heldur blekking.

Gjaldþrotin kenna lexíu sem festist í minni. Gjaldþrotin kenna virðingu og varkárni. Án gjaldþrota einstaklinga og fyrirtækja sitjum við uppi með gjaldþrota ríki - eins og nærri gerðist við hrunið.

Gleymum ekki þeirri lexíu.

 

 

 

 


mbl.is Hjón kaupa 30 íbúðir í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband