Þjóðaratkvæði eykur illdeilur; Hanna Birna hefur rétt fyrir sér

Þjóðaratkvæðagreiðsla sem aðferð til að leysa úr ágreiningi getur ekki komið í staðinn fyrir niðurstöðu á alþingi. Umræðan eftir hrun sýnir skýrt að aðeins í algjörum undantekningatilfellum er þjóðaratkvæðagreiðsla réttmæt, sbr. Icesave-málið. Í öðrum tilvikum, eins og í stjórnarskrármálinu, leysir þjóðaratkvæðagreiðsla ekki úr ágreiningsmáli heldur magnar það upp.

Okkar fyrirkomulag að leysa úr pólitískum álitamálum heitir fulltrúalýðræði. Það er þrautreynt kerfi sem ekki er gallalaust en það skásta sem völ er á. Til að fulltrúalýðræði sé þokkalega starfhæft þarf traust að ríkja í samfélaginu.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ræddi skort á trausti á kirkjuþingi. Hún hefur rétt fyrir sér; það skortir traust í samfélaginu. Til að endurheimta traustið þarf margt að koma til - en það fyrsta er að viðurkenna vandann. 


mbl.is Þjóðin kjósi um hríðskotabyssurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það viðurkenna allir að það skortir traust til þingsins, ráðuneytana og stofnana.

.

Það er mun betra að velta fyrir sér hvers vegna það er til komið. Traust og virðing eru eftir allt áunninn en ekki krafist.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.10.2014 kl. 12:27

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sammála því, Elfar Aðalsteinn, að traust er áunnið. Traustið fór veg allrar veraldar með hruninu og það mun taka langan tíma að vinna það aftur.

Páll Vilhjálmsson, 26.10.2014 kl. 12:30

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þegar fólk fær bara að kjósa einhverja samsuðu flokkanna er þjóðaratkvæðagreiðsla oft nauðsynleg til að fá fram meirihlutaviljann í einstökum, mikilvægum málum- eins og var með Icesave. Skoðun meirihlutaflokka á Alþingi og skoðun meirihluta þjóðarinnar fer ekki alltaf saman. Einstaklingskosningar í stað flokkakosninga minnka verulega þetta misræmi en ég tel að það eigi alltaf að vera möguleiki á þjóðaratkvæðagreiðslum. Ég er ósammála þeirri fullyrðingu Hönnu Birnu að þjóðaratkvæðagreiðsla auki missætti. Hún hefur þveröfug áhrif vegna þess að þá leikur enginn vafi um þjóðarviljann.

Jósef Smári Ásmundsson, 26.10.2014 kl. 13:57

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jósef, samsuða flokkann var ekki opinber fyrir kosningarnar 2008/9, margir kusu þá Steingrím traustsins verðan,en þar lak það eins og glóandi hraunstraumur sem öllu ryður frá sem fyrir var. Hanna Birna hefur rétt fyrir sér.

Helga Kristjánsdóttir, 26.10.2014 kl. 15:47

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Helga mín, ég held þú sért að misskilja mig svolítið. Ég er að tala um samsuðu skoðana í flokkunum. Flokksmenn koma sér saman um sameiginlega stefnu í öllum málaflokkum sem borin er fram í kosningum. Þingmenn geta verið með aðra stefnu í einstökum málum en verða að sætta sig við að fylgja stefnu flokksins. Ég er ekkert að vísa í ákveðna flokka enda er ég ekki flokkspólitískt sinnaður en hallast að einstaklingskosningum.

Jósef Smári Ásmundsson, 26.10.2014 kl. 16:32

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já takk vinur.

Helga Kristjánsdóttir, 26.10.2014 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband