Föstudagur, 10. október 2014
Netverslun lækkar verð og refsar offjárfestingu
Stjórnvöld eiga að efla og auka netverslun með því að gera hana skilvirkari. Íslensk verslun rekur sig á óguðlegri álagningu upp á mörg hundruð prósent. Offjárfestingar í kringlum og smáralindum eru rakið dæmi um bruðlið.
Því meira sem flyst af verslun úr steinsteypu yfir á netið því betra.
Neytendur hagnast og láglaunastörfum fækkar; allir græða nema fákeppnisverslunin.
Netverslun færir tekjur úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi fullyrðing um að netverslun flytji tekjur úr landi er einfaldlega röng. Þetta er einungis tilfærsla frá kaupmanninum til neitenda rétt eins og þú segir.Tekjur kaupmannsins byggjast á greiðslum frá neitandanum á álagningunni. Að efla netverslun er leið sem á að fara til að fá viðnám gegn fákeppni í versluninni. Á bankamarkaðinum á að vera með ríkisbanka í sama tilgangi.
Jósef Smári Ásmundsson, 10.10.2014 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.