Sunnudagur, 28. september 2014
Kristnar bænir og bölbænir RÚV
Meginþorri þjóðarinnar játar kristni og er skráður í þjóðkirkjuna. Saga okkar í þúsund ár er ofin kristnum gildum. Þegar kristnir söfnuðir koma saman á Kristsdegi er eðlilegt og tilhlýðilegt að forseti lýðveldisins og biskup mæti.
En það er hvorki eðlilegt né tilhlýðilegt að fréttastofa RÚV stilli forsetanum upp við vegg og þýfgi hann um einstök bænarefni kristinna safnaða.
Í landinu ríkir trúfrelsi, sem felur í sér að kristnir, eins og aðrir, eru í fullum rétti að hafa í frammi þær bænir trúarsannfæring þeirra kallar á. Hvorki forsetinn né biskup Íslands eiga íhlutunarrétt í bænir annarra og enn síður RÚV.
Hlutverk fjölmiðils sem starfar í almannaþágu er að upplýsa en ekki taka afstöðu. Frétt RÚV um bænarefni kristinna var ekki upplýsandi um annað en neikvæða afstöðu RÚV til kristni.
Athugasemdir
Ég tel að það væri ráð að þjóðin myndi kjósa sér pólitískan forseta;
þá gæti þjóðin beðið sínar bænir til forsetans með beinum hætti og fengið viðbrögð til baka.
Völd og ábyrgð myndu haldast í hendur.
Jón Þórhallsson, 28.9.2014 kl. 10:37
Gott að minna RÚV. á ábyrgð sína,stýrandi áhrifamesta fjölmiðli landsins. Hversu miklu lengi ættum við að sýna áberandi ESB-sinnuðum fjölmiðli í eigu þjóððarinnar umburðarlindi.
Helga Kristjánsdóttir, 28.9.2014 kl. 15:07
Páll, á hverju byggirðu þá skoðun að "[m]eginþorri þjóðarinnar játar kristni og er skráður í þjóðkirkjuna"? Í þeim könnunum sem ég hef séð á trúarviðhorfi Íslendinga eru þeir sem segjast játa kristna trú í kringum 50%.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.9.2014 kl. 19:20
Eins og Jón að ofan, vil ég pólitískan forseta. Pólitískari en nú.
Elle_, 28.9.2014 kl. 19:58
RÚV segir frá Kristsdeginum í æsifréttastíl og gerir aðkomu forseta og biskups tortryggilega. VARÐANDI BÆNADAG fyrir landi og þjóð!!! Er kominn timi til að RÚV fari í naflaskoðun og spyrja spurninga hvort hlutlægni sé gleymt hugtak og verklag? Eða reynir RÚV ekki einu sinni lengur að reyna að fela ást sína á rétttrúnaðinum og andúð á öllu sem ekki flokkast undir þá stjórnmálastefnu?
Guðmundur St Ragnarsson, 28.9.2014 kl. 22:04
Meirihluti íslendinga játar kristni,þrátt fyrir stöðugar árásir á trúarbrögðin hin seinni ár. --Einmitt Guðmundur,einn einasti sameiginlegur bænadagur kristinna söfnuða- og fréttastofa Íslendinga umhverfist.-
Helga Kristjánsdóttir, 29.9.2014 kl. 00:42
Kirkjan er ákveðin grunnur/kjölfesta í samfélaginu; og ekki myndum við vilja hafa múslimatrú eins og er í sýrlandi.
Það er ekki þar með sagt að kirkjan sé þá hafin yfir gagnrýni;
hvað vil fólk fá meira af og hvað minna af innan kirkjunnar?
Jón Þórhallsson, 29.9.2014 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.