Ungir Vg-liðar: ekki orð um ESB

Í ítarlegum landsfundarsamþykktum Ungra vinstri grænna um stórt og smátt úr stjórnmálaumræðu síðustu missera er ekki minnst einu orði á umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu frá 16. júlí 2009 sem meirihluti þingflokks Vg studdi.

Þessi hrópandi þögn um mál sem klýfur Vg niður í rætur og er beinlínis ástæðan fyrir því að þingmenn hrökkluðust úr flokknum, að ekki sé talað um fjölda stuðningsmanna, er illskiljanleg.

Er það ofviða Ungum vinstri grænum að hafa skoðun á því hvort Ísland eigi heima í Evrópusambandinu eða ekki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband