Einkaframtakið lagði Ísland í rúst

Áður en einkaaðilum er afhent landið og miðin er rétt minna á að einkaframtakið svokallaða ber stærsta ábyrgð á hruninu. Einkaframtakið græðgisvæddi Ísland í útrás sem fékk rökrétta niðurstöðu í október 2008 með orðum Geirs H. Haarde forsætisráðherra ,,guð blessi Ísland."

Einkaframtakinu er ekki treystandi fyrir innviðum landsins, t.d. rekstri flugvalla, hafna og vega. Sjálfsagt er að leyfa einkaaðilum að reka úrelta flugvelli og vegaspotta hingað og þangað en ekki að hleypa þeim að mikilvægum og viðkvæmum samgönguæðum.

Einkaframtaksmenn eyddu á tíu árum eða svo öllu trausti.  Það tekur um það bil 100 til 200 ár að sýna fram á að einkaframtakinu sér treystandi fyrir mikilvægri samfélagsstarfsemi. 


mbl.is Fjárfestar reki hafnir og flugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband