Búsetuhættir manna og veðurfar

Ísland og Grænland byggðust norrænum mönnum á hlýnunarskeiði jarðarinnar. Norrænir menn gáfust upp á að búa Grænland þegar kólnaði og byggð á Íslandi stóð tæpt. Í frumskógum Kambódíu voru borgir yfirgefnar á miðöldum vegna veðurfars.

Maðurinn var ekki áhrifaþáttur á veðurfar fyrr á öldum en þó voru öfgarnar nógu miklar til að flæma fólk frá áður byggðu bóli.

Núna virðist samstaða í vísindasamfélaginu að lífshættir mannsins valdi stórfelldum breytingum á veðurfari. Þessari samstöðu verður að taka með þeim fyrirvara að öfgar í veðurfari þekktust löngu áður en maðurinn skipti máli í því samhengi. 


mbl.is Fundu forna borg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já. þetta er nú lógík uppá milljón.

Vegna þess að búseta breyttist fyrr á tímum m.a. vegna veðurfars - þá er global warming af mannavöldum á okkar tímum hoax?

Það er ekki nema von að illa gangi að skilja hvað ESB er þegar rökskilningurinn er á þessum standard.

Hvernig halda menn að fari svo fyrir íslandi þegar börnum og ungligum er kennt svona vitleysa af þeim sjöllum og framsóknarmönnum?

Það fer að verða óhætt að slökkva bara ljósin og loka sjoppunni ef vitleysismálflutningi framsjalla, auðmanna og elítunnar fer ekki að linna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.9.2014 kl. 11:35

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það fer um mann hrollur þegar menn eins og Ómar Bjarki taka undir þessa möntru um hlýnun af "mannavöldum". Það eru engin vísindi falin í consensus um þessi mál. Það er jafnvel gagnstætt tilgangi vísinda að ljúka málum með þeim hætti.

Þá eru menn líka að líta framhjá allri þeirri mengun sem verður af náttúrulegum atburðum, s.s. sólgosum og svo tekið sé nálægara dæmi; Holuhrauns gosið sem nú er tali í hópi allra stærstu gosa. 

Ragnhildur Kolka, 24.9.2014 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband