Þjóðaratkvæði um poppmál vinstrimanna

Vinstrimenn eru búnir að eyðileggja um langa framtíð möguleikann á því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi, - nema í ýtrustu neyð, líkt og gerðist í Icesave-málinu.

Popúlismi vinstrimanna leiðir þá enn og aftur í ógöngur. Þeir knúðu fram þjóðaratkvæði um kirkjuna og tillögur stjórnlagaráðs, sem var arftaki ólögmæts stjórnlagaþings, og fengu á kjaftinn í fyrra tilvikinu og að sama skapi lélega kjörsókn.

Aftur komu vinstrimenn í veg fyrir að prinsippmál eins og ESB-umsóknin færi í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ögmundur Jónasson vildi ekki þjóðaratkvæði um ESB-umsóknina sem var á allra vörum sumarið 2009 en hann vill að þjóðin kjósi núna um Nató, sem fæstir gefa gaum, og er sáralítið í umræðunni.

Með því að flagga til þjóðaratkvæðis poppmálum, sem aðeins skora hjá pólitískum sérvitringum, auglýsa vinstrimenn hversu galið það væri að gera þjóðaratkvæðagreiðslu að reglulegum þætti í þjóðmálum. 

 

 

 


mbl.is Þjóðin kjósi um NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Páll - sem og aðrir gestir þínir !

Páll !

Síbylja þín - um vinstra packið þetta / vinstra packið hitt: er orðin Andskoti þreytt - síðuhafi góður.

Við Hægrimenn - RAUNVERULEGIR (Falangistar: í anda Francós á Spáni og Gemayel feðga í Líbanon): til dæmis FORDÆMUM hvers konar aðild að þessu stríðsglæpa- og ÁRÁSA bandalagi Páll minn.

Minni þig á - að það var ekki fyrr en í Maí 1982 / sem hvítflibba ''lýðsræðis'' skrumstjórnin í Madríd gekk inn í viðjar þessa ógeðfellda bandalags / 7 árum tæpum: eftir fráfall Francós Ríkismarskálks - þar syðra.

NATÓ: er svona viðlíka ógæfuklúbbur / og ESB fjanda flokkur okkar beggja - Páll minn.

Svo - til haga skyldi haldið.

Með beztu kveðjum sem oftar - sf Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.9.2014 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband