Hrun Samfylkingar, Vg í permafrosti - hvar er Fylkisflokkurinn?

Samfylking tapar fylgi milli kannana, fer úr 20,3 prósentum í 16,9%, og Vg er flokkur pikkfastur í tíu prósentum, plús/mínus prósentubrot. Stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, bæta við sig fylgi og geta vel við unað.

Eini stjórnarandstöðuflokkurinn sem er með lífsmarki er sá flokkurinn sem keppist við að hafa ekki neina pólitíska stefnu en vera meira svona ,,kósí".

Björt framtíð er ekki með neina pólitík og fær út á það 17,8 prósent fylgi.  

Fylkisflokkurinn mælist ekki. Var ekki búið að tilkynna stofnun? 


mbl.is 36,3% styður ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Fylkisflokkurinn?

Hann er að bíða eftir því að olíuverð falli niður í 15 dollara tunnan eins og olíuverð gerði 1998 með þeim afleiðingum að forsætisráðherra Noregs var í losti lagður inn með taugaáfall er hann sá þjóðargjaldþrot Noregs birtast sér í vökudraumi á meðan norska krónan hrundi niður undir stólinn hans og gargaði á hækkun stýrivaxta frá þremur prósentum og upp í tíu prósent — og sem á 6. áratgunum þurfti að hækka upp í smá smotteerís 50 prósent stýrivexti. 

Gunnar Rögnvaldsson, 12.9.2014 kl. 14:30

2 identicon

Ég myndi nú ekki hella fögrum orðum yfir stjórnarflokkana núna. Í augnarblikinu að þá virðist það eina góða við þessa ríkisstjórn vera það að hún er ekki þessi sem að var síðast. Og varla telst það mikið afrek.

Ég á aldrei, og ég meina ALDREI eftir að kjósa VG eða samfó. En ef að þessi stjórn lætur verða af þessari skattahækkun á mat og gerir ekki eitthvað seinna á kjörtímabilinu sem að bætir fyrir það að þá munn ég hugsanlega skila auðu í næstu kosningum. 

Málefnin (IP-tala skráð) 12.9.2014 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband