Munurinn á hægri og vinstri í pólitík er 0,02%

Þá er það staðfest:  munurinn á hægri og vinstri í stjórnmálum er prósentubrot. Varaformaður Vg, Björn Valur Gíslason, lítur a.m. k. svo á. Hann birtir á bloggi sínu tölfræði sem sýnir hlutfall framlaga í almannatryggingar og menntunar í tíð Jóhönnustjórnarinnar annars vegar og hins vegar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Sé miðað við árin 2013 og 2015 er munurinn 0,02%.

Nú skal ekki gert lítið úr því að prósentubrot gæti skipt máli í nákvæmu bókhaldi. En þegar sjóaður stjórnmálamaður segir að 0,02% sé munurinn á milli vinstristjórnmála og þeirra til hægri þá er sú aðgreining merkingarlaus.

Svokölluð velferðarmál eru ekki þau sem aðgreina á milli vinstri og hægri í stjórnmálum. Allir stjórnmálaflokkar eru með á dagskrá sinni að halda uppi velferðarþjónustu - útfærslan er bitamunur en ekki fjár.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að ég væri t.d. mikill jafnaðarmaður en algerlega á móti giftingum samkynhneygðra.

=Hvað myndi fólk ráðleggja mér að kjósa?

Jón Þórhallsson, 12.9.2014 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband