Valdaskak embættismanna

Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður alþingis og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari eru í valdaskaki gagnvart innanríkisráðherra. Aðdragandinn er sá að Sigríður hljóp á eftir fréttaskáldskap DV um stórfellt samsæri innanríkisráðherra gegn almannahagsmunum.

Sigríður lét rannsaka innanríkisráðherra og ráðneytið og fann fjöður til að ákæra aðstoðarmann innanríkisráherra fyrir að upplýsa fjölmiðla um málefni hælisleitanda. Ríkissaksóknari stóð veikt eftir ítarlega rannsókn enda ákæran langsótt.

Til að bæta vígstöðu ríkissaksóknara skáldaði DV nýja frétt um að innanríkisráherra hefði flæmt lögreglustjóra Reykjavíkur úr starfi. Reynir Traustason fráfarandi ritstjóri DV vísaði til ríkissaksóknara sem heimild fyrir þeim skáldskap.

Í beinu framhaldi af frétt DV opnaði Tryggvi Gunnarsson víglínu á innanríkisráðherra með bréfaskriftum í gegnum fjölmiðla. Markmið Tryggva var pólitískt en ekki málefnalegt; að öðrum kosti hefði hann ekki staðið í bréfaskriftum við ráðherra í gegnum fjölmiðla.

Umboðsmaður alþingis starfar ekki eftir neinum siðareglum og getur þess vegna leyft sér að stunda pólitískt valdaskak. Embætti hefur á hinn bóginn sett niður. Tryggvi Gunnarson ber ábyrgð á þeirri niðurlægingu.  

  


mbl.is Brugðist við svörum ráðherra sem fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Svona svon hættu nú þessu skaki út í umboðsmanninn, og að reyna að verja sí og æ þennan vesæla ráðherra okkar.Mér finnst bara sjálfsagt að almenningur fái upplýsingar um það sem er í gangi milli umboðsmanns og ráðherra.

Hjörtur Herbertsson, 10.9.2014 kl. 13:48

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hárrétt greining hjá þér kæri Páll.

Tryggvi og Sigríður eru ábyrg fyrir að stórskaða virðingu embætta sinna með þessu gönuhlaupi öllu.

Þau eru uppvís að því að vera veifiskatar subburitstjóra Íslands, Reynis Traustasonar.

Muiklil er skömm þeirra.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.9.2014 kl. 16:06

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hetja Hanna Birna að verjast árásarliðinu sem brjálaðist við útkomu seinustu kosninga,eftir að hafa verið uppvís,óvéfengjanlega að ósannindum trekk í tekk,í áfergjunni að innlima ísland í ESB. Þekkir nokkur heiðarlega tilraun þeirra í þeim ásetningi.Þekkir nokkur stílbrögðin, elsku koma svo!!!

Helga Kristjánsdóttir, 10.9.2014 kl. 16:31

4 Smámynd: Reputo

Váá gott fólk! Finnst ykkur ekkert kjánalegt að vera búin að velja lið í pólitíkinni og verja það svo út í hið óendanlega sama hvað á gengur? Ég þori að fullyrða að ef nákvæmlega sama atburðarrás hefði átt sér stað nema að Vg, Samfylkingin eða bara einhverjir aðrir flokkar hefðu verið við völd, hefður þið umturnast af reiði og heimtað afsögn. Það er ótrúlegt hvað stuðningur við HB og marga aðra vitleysu, virðist samhliða flokkslínum sem segir manni það að þið eruð ekki fær um að skoða mál hlutlaust eða taka upplýstar ákvarðanir.

Að velja sér lið í pólitík hefur mun alvarlegri afleiðingar en að velja sér lið í íþróttum. Vinsamlega hættið þessu. Þið eruð þjóðfélaginu hættuleg með þessari hugsunarlausu hjarðhegðun.

Reputo, 10.9.2014 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband