Stefán jarðar frjálshyggju Árna Páls

Formaður Samfylkingar, Árni Páll Árnason, keyrir frjálshyggjustefnu sem miðar að því að gera flokkinn samstarfshæfan Sjálfstæðisflokknum, eins og Styrmir Gunnarsson bendir á.

Gleggst kemur frjálshyggja Árna Páls fram í afstöðunni hans til peningamála. Hann finnur krónunni og skipulagi gjaldmiðlamála allt til foráttu. Stefán Ólafsson prófessor tekur upp þykkjuna fyrir hönd sígildrar jafnaðarstefnu og mælir krónunni bót. Stefán beinir spjótum sínum að leiðarahöfundi Fréttablaðsins en öllum má vera ljóst að hverjum skeytin beinast. Stefán skrifar

Atvinnuleysi minnkar stöðugt og betur en hjá öðrum kreppuþjóðum (sjá t.d. hér). Þrátt fyrir gjaldeyrishöftin. Höftin eru alls ekki að gera okkur að “ríkisvæddu láglaunalandi” – heldur aftra því að við verðum óheft og markaðsvætt láglaunaland, með enn lakari kjör en nú er.

Ísland varð eitt að ríkustu löndum heims innan gjaldeyrishafta, sem voru í gildi hér til ársins 1995.

Afnám haftanna drekkti þjóðinni síðan í skuldum gráðugra braskara eftir aldamótin 2000. Sjálfsagt er að stefna að afnámi gjaldeyrishafta í framtíðinni, en það verður að gerast án þess að krónan hrynji um tugi prósenta, á kostnað heimilanna. 

Frjálshyggjumaðurinn Árni Páll telur atvinnuleysi og gjaldþrot heimilanna bestu efnahagspólitíkina fyrir þjóðina. Svokallaður jafnaðarmannaflokkur Íslands er í höndunum á auðmannadindli til hægri við Sjálfstæðisflokkinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tekur einhver mark á Árna Páli?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2014 kl. 16:49

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég þekki í það minnsta engan...............

Jóhann Elíasson, 9.9.2014 kl. 19:45

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei ekki ég heldur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2014 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband