Föstudagur, 5. september 2014
Strákarnir tapa í skólanum og öllum er sama
Strákar eru fara halloka í skólakerfinu án þess að nokkur umræða sé um ástæður þess né tillögur að úrbótum. Í tengdri frétt segir
Á Íslandi er meiri munur á milli kynjanna, þar sem 52% kvenna og 38% karla brautskráðust á réttum tíma.
Ef þessi kynjahlutföll væru öfug yrði rekið upp ramakvein, nefndir og starfshópar stofnaðir og pólitískar heitstrengingar hafðar í frammi.
Strákar sækja síður háskólanám en stúlkur og því verr sem líður á námið. Það er bein afleiðing af því sem gerist í framhaldsskólum.
Afleiðingin af kynjaskekkjunni í háskólum geta orðið tvíþættar. Í fyrsta lagi að körlum verði ýtt úr sérfræðinga- og stjórnunarstöðum og í öðru lagi að háskólamenntun verði gjaldfelld.
Brottfallið meira á landsbyggðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rétt hja þér Páll, það fylgir enginn lúðrablástur eða hávær krafa um úrbætur þessari ömurlegt þróun. Þó var hér fróðlegur fyrirlestur um daginn þ.s. Dr Maryanne Wolf talaði um læsi og dislexíu. Henni var tíðrætt um árangur Finna. Ekki menntunarkröfur kennara heldur nálgun þeirra við viðfangsefnið, þ.e. Nemendurna. Lestrarnám fer fram á mörgum plönum í heilanum og Finnar leggja sig eftir að komast að því á hvaða plani mislesturinn á sér stað og lagfæra skekkjuna. Það er semsagt nemandinn en ekki kennarinn sem skiptir mestu máli þegar kemur að lestrarkennslu. Yfirgnæfandi hlutfall kvenna í kennslu a fyrstu stigum lestrarkennslu gæti líka spilað þarna inn. Ekki endilega viljandi.
Ragnhildur Kolka, 5.9.2014 kl. 13:28
Ágæt færsla. Það má jafnframt benda á það að þegar það kemur til tals að sá minnihluti karla sem nú sækir háskóla er í meirihluta í ákveðnum greinum þá er einmitt rekið upp fyrrnefnt ramakvein - en auðvitað bara fyrir hönd kvenna!
Tvískinnungurinn gæti ekki verið augljósari
Þorgeir Ragnarsson, 5.9.2014 kl. 14:46
Hárrétt mat hjá þér enn á ný kæri Páll.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.9.2014 kl. 17:42
Frábært hjá þér að benda á þetta. Fór á drengjaráðsefnu árið 2003 þar sem var bent á þennan vanda en það hefur ekkert gerst enn til að lagfæra þetta. Við gerum ótal kannanir sem er gott en það sem er verst það fylgja ekki framkvæmdir í kjölfarið.
Sveinbjörg Björnsdóttir, 5.9.2014 kl. 22:14
Strákar eru í eðli sínu verkmenn og það höfðar meira til þeirra að læra verkleg fög, í stað þess að sitja stundum saman við bækur. Sama gildir vissulega um kvenkynsnemendur, þó í minna mæli sé.
Það ætti að duga að gera sráka læsa, og lofa þeim svo að fá að velja hvort þeir vilji taka fleiri verkleg námsverkefni frekar en bókleg.
Ragnhildur Kolka sem svarar bloggi þínu er greinilega á villigötum þegar hún skrifar að "Yfirgnæfandi hlutfall kvenna í kennslu á fyrstu stigum lestrarkennslu gæti líka spilað þarna inn. ..." Þessi skrif eru óskiljanleg. Hún rökstyður ekki hvað lestrarkennsla hefur með kvenkyns kennara að gera. Þetta er út í hött.
Ég hef einhverja reynslu á þessu sviði og mig langar að koma því á framfæri við ykkur að einn sérkennari tjáði mér að það hefði gefið góðan árangur við lestrarkennslu í sérkennslu að nemendurnir fengju að lesa stuttan og hnitmiðaðan texta. Hún hotaði skrýtlur. Og það gafst vel.
Gæti það verið, að lesefni sem notað er í skólum hér höfði einfaldlega ekki til ungra nemenda? Kannski er það of gamalt, gamaldags, fornsögulegt o.s.frv.
Ungur nemandi hegur áhuga á að lesa eitthvað sem hann getur tengt við eigin reynslu. Srrákur vill lesa um strák sem hefur áhuga á fótbolta, tölvuleikjum og sem á gsm síma o.s.frv. Þið vitið hvað ég meina.
Ég er sjálf lesari, og ég nenni varla að lesa krimma sem er svo gamall að sögupersónurnar lifa ekki á þeim tímum þegar gemsar voru komnir til sögunnar. - Ég er líka svo heppin að vera ekki í grunnskóla, löngu búin með þetta, þannig að ég hef val um lestrarefni: ef ég byrja að lesa bók, og sem höfðar svo ekki til mín, get ég kastað henni frá mér og byrjað á nýrri.
Grunnskólanemendur hafa ekki val: þeir verða að lesa ákveðnar bókmenntir, hvort sem
þeim líkar þær eða ekki. Ef frásögnin er fráhrindandi, hvetur það nemandann ekki til áframhaldandi lesturs. Það kemur í veg fyrir læri á fyrstu stigum.
'Rétt' lesefni er númer eitt.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 5.9.2014 kl. 22:47
Skrif Ragnhildar eru ekki óskiljanleg. Það vantar karlkennara og það skiptir máli fyrir stráka.
Elle_, 6.9.2014 kl. 00:09
Þegar ég nefndi að hátt hlutfall kvenna við kennslu á fyrstu stigum lestrarnáms gæti verið þáttur í lélegri lestrarkunnáttu drengja hafði ég í huga að viðmót gagnvart hinu kyninu kæmi þarna inn. Nú sé ég á viðbragði Ingibjargar Magnúsdóttur að hugboð mitt var rétt. Þegar kennari segir "Það ætti að duga að gera stráka læsa" bendir það til að kennari álíti það tímasóun að leggja á sig ómakið að gera meira fyrir þessa fyrirfram prógrameruðu "verkamenn", hverra heili er seinni til þroska en jafnaldrar af hinu kyninu. Átta til 9 ár hefur heilaþorski kynjanna jafnast. En það er einmitt á hinu viðkvæm tímabili þar sem lestrarnám fer fram sem taka þarf tillit til eðlismunar kynjanna. Á þeim tíma eru það sjón, heyrn og orðaforði sem skiptir máli. Innihald texta er langt þar að baki.
Ég vona svo sannarlega að allir þeir kennarar (konur allt að 95%) sem sátu fyrirlestur Dr. Wolf hafi lært eitthvað um lífeðlisfræði heilans og geri sér nú grein fyrir hinu flókna fyrirbæri sem lestrarkennsla er. Jafnframt að mennta yfirvöld geri þær ráðstafanir sem duga.
Ragnhildur Kolka, 6.9.2014 kl. 11:36
Ójafnrétti í skólum er af hinnu vonda. Samkvæmt okkar ágætu hugmyndafræði í sjálfstæðisflokkinum verður að enda jafnrétti í skólum, og væri það best gert með algjörri einkavæðingu menntakerfisins. Ef til vill gætu ekki allir farið í skóla, en það er vitað að lágtekjufólk getur ekkert í skóla hvort eð er.
Bjarni Benediktsson, 6.9.2014 kl. 14:44
Steingrímur J Sigfússon er skráður fyrir ofanverðum orðum. Ætli hann viti um það? Það skyldi þó aldrei vera að skattmann mikli skrifi svona vitlaust?
Elle_, 6.9.2014 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.