Ríki íslam: dauðahrygla eða nýtt upphaf

Ríki íslam getur annað tveggja verið dauðahrygla trúarofstækis, líkt og nasisminn var ljótt útbrot kynþáttahyggju; eða upphaf endurnýjaðs samfélags múslíma á svipaðan hátt og siðbótin hleypti nýju lífi í kristni í Norður-Evrópu á 16. og 17. öld. Samhliða siðbótinni varð til sannfæring um að aðskilja trú og veraldlegt vald.

Samtökin sem kenna sig við ríki íslam njóta hernaðarlegrar velgengni líkt og Múhameð spámaður gerði á sjöundu öld eftir Krist. Hernaðarsigrar Múhameðs og fylgismanna hans voru undanfari að múslímavæðingu arabaheimsins. 

Evrópa var veik þegar Múhameð bjó til nýja trú handa aröbum. Rómvarveldi var hrunið og þjóðflutningar germanskra þjóða leiddu til stjórnarfarslegrar upplausnar. Í dag eru Evrópa og vesturlönd sterk, a.m.k. í sögulegu samhengi, og eru raunverulegur valkostur fyrir múslíma, sem ekki vilja hverfa aftur til miðalda.

Vesturlönd eiga þann eina valkost að freista þess að takmarka innbyrðis átök múslíma við Miðausturlönd. Það er múslíma sjálfra að leiða til lykta deiluna um mörk trúar og veraldlegs valds. 


mbl.is „Var engin hetja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Múhameð hafði engan áhuga á að skilja á milli trúar og veraldlegs valds, í hans huga var það eini og sami hluturinn. 

Ríki íslams er bara að halda áfram með það sem Múhameð var að gera, en hann hafði ekki lokið ætlunarverki sínu.  Nú fer Ríki íslams fram með sama hætti og Múhameð forðum, þeir ætla sér að ljúka því sem Múhameð tókst ekki, en það er að leggja allan heiminn undir sig.

Ég er ekki að segja að þeim muni takast það, en um það snýst ofbeldið sem þeir sýna fólki.  Annaðhvort snýrðu þér til íslam eða þú ert dauður, sömu meðöl og Múhameð notaði.

Hernaðarlegur máttur þeirra er mikill og virðist hafa komið vestrænum stjórnvöldum í opna skjöldu.  Nú er að sjá hverjir hafa þor og einurð til að takast á við þessar öfgar.  Vandi vesturlanda er hinsvegar sá að Ríki íslams hefur mikla samúð meðal fjölda manna sem leynast á meðal Múslíma á vesturlöndum og eru til alls líklegir.

Tómas Ibsen Halldórsson, 4.9.2014 kl. 09:51

2 Smámynd: Elle_

Hið svokallaða Ríki Islam eða SI er bara blóðug glæpasamtök.  Peninga fá þeir oft með mannránum á mönnum sem þeir oft pynta og drepa.  Venjulegt islamskt fólk styður SI ekki.  Svo ættu ríkisstjórnir Vesturveldanna að hætta að berja á Rússum og fara að vinna með þeim gegn SI.

Elle_, 4.9.2014 kl. 14:02

3 Smámynd: Elle_

Hið svokallaða vinstri (og venjulegir samfylkingar) er alltof hljótt um þessi IS glæpasamtök.  Eins og þau þori ekki að opna munninn gegn glæpum þeirra af ótta við að fá islamskt fólk eða útlendinga á móti þeim.  Þessi glæpasamtök eru ekki að boða neina trú.  Þeir misnota trú svo þeir geti framið glæpi í friði.  

Elle_, 4.9.2014 kl. 15:04

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég skil ekki hvernig síðuhafi sér tengsl milli Ríki íslams og aðskilnaðar ríkis og kirkju. Ekki nema hann meini að trúarofstæki íslamista leiði til þess að aðrir múslimar fái nóg og vilja aðskilnað ríkis og kirkju. Ég sé það ekki gerast í bráð, því miður.

Wilhelm Emilsson, 4.9.2014 kl. 18:10

5 Smámynd: Elle_

Jón Magnússon skrifaði 3.09 (Vangeta og veruleikafirring): Það væri e.t.v. ráð að hætta að troða illsakir við Rússa og fá þá með í baráttuna gegn þeim hryllingi sem fólkið sunnan Miðjarðarhafsins þarf að þola og mun skola að ströndum Evrópu fyrr en síðar verði ekki brugðist við af fullri hörku. 

Elle_, 7.9.2014 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband