Evruökin dauð, núna verðtryggingin

Í löndum Evrópusambandsins er viðtekið að nota verðtryggingu. Oftast heitir verðtryggingin breytilegir vextir. ESB-sinnar hér á landi beita iðulega þeim rökum að innan ESB tíðkist ekki verðtrygging líkt og hér - nú eru þau rök dauð.

Áður hafði reynslan leitt það í ljós að önnur meginrök ESB-sinna, að evran væri bjargvættur, eru falsrök. Evran tryggir atvinnuleysi og lítinn hagvöxt en ekki nóga atvinnu og bætt lífskjör líkt og krónan gerir.

Hvenær munu íslenskir ESB-sinnar hafa manndóm í sér að viðurkenna að í öllum meginatriðum höfðu þeir rangt fyrir sér í umræðunni um aðild Íslands að Evrópusambandinu?


mbl.is Verðtrygging ekki bönnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Aldrei. Það er ekki í eðli þessa fólks að viðurkenna að það hafi ekki rétt fyrir sér. Það lætur bara umræðuna fjara út og ef hún rís upp síðar þá láta þeir eins og þeir séu að koma að henni í fyrsta sinn. Það gefur þeim tækifæri til að taka þveröfuga afstöðu við það sem áður var.

Ragnhildur Kolka, 29.8.2014 kl. 09:43

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Alveg vissi ég að ég gæti treyst á þig að benda á þetta! Þetta hafa verið ein meginrökin til að draga almenning á asnaeyrunum í átt að draumnum sem hefur lagt vinstrið að velli í íslenskri pólitík!

Það má reyndar taka það fram að almenningur reyndist reyndar ekki hafa þau asnaeyru sem núvrandi stjórnarandstöðuflokkar treystu á.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.8.2014 kl. 12:46

3 Smámynd: Elle_

Einu sinni barðist ég af fullri hörku gegn verðtryggðum skuldum.  En fór svo að skilja hversu hrikalega dýr og hættuleg hin óverðtryggðu lán væru.  Hvað ætli hafi ekki mikill fjöldi manns verið borinn út á götu í hinni dýrðar-Evrópu vegna svokallaðra óverðtryggðra skulda með hrikalegum síhækkandi vöxtum?

Elle_, 29.8.2014 kl. 15:10

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

ESB og evra eiga enga tengingu við röksemdir enda eru þetta trúarbrögð.
LíÚ mafían og pólitíska klíkan sem hún fæðir er þó illskárri kostur á meðan við teljumst búa við lýðræði.

Árni Gunnarsson, 30.8.2014 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband