Að tjaldabaki lekamálsins

Á yfirborðinu snýst lekamálið um upplýsingar um hælisleitanda sem rötuðu úr ráðuneyti í fjölmiðla. Margfalt meira meiðandi upplýsingar hafa lekið úr stjórnsýslunni í fjölmiðla, án þess að veður hafi verið gert úr því, eins og Brynjar Níelsson bendir á.

Ástæðan fyrir því að lekamálið er orðið jafn stórt og raun ber vitni er hvorki lekinn sjálfur né hagsmunir hælisleitandans, sem fjölmiðlar eru löngu búnir að gleyma. Lekamálið er notað af hagsmunaöflum í þjóðfélaginu til að koma höggi á innanríkisráðherra, sem þótti ekki ,,makka rétt".

Ríkissaksóknari og umboðsmaður alþingis notfærðu sér starfshætti og starfshneigðir fjölmiðla, einkum DV og RÚV, sem mála skrattann á vegginn ákveðnum litum, til að grafa undan stöðu innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.

Báruvik af þessari hagsmunabaráttu hóps sem lítur á sig sem ,,lögfræðielítu Íslands" er viðtal í Spegli RÚV í gær og grein á miðopnu Morgunblaðsins í dag. ,,Lögfræðielíta Íslands" telur sig eiga frumburðarrétt til breytinga á löggjöf á sviði dóms- og ákæruvalds og þann rétt virti Hanna Birna ekki. Því skyldi þjarmað að henni.

Þegar spurt er hvort við eigum að ,,treysta þessu liði" þá er svarið að við eigum að treysta eigin dómgreind til að meta baksvið lekamálsins. Embættismenn í ,,lögfræðielítu Íslands", sem vel að merkja starfa ekki eftir neinum siðareglum, eru ekki yfir það hafnir að nota valdið sem þeir búa yfir í þágu eigin hagsmuna.


mbl.is „Eigum við að treysta þessu liði?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei. Lekamálið snýst um vinnubrögð ykkar sjalla. Vinnubrögð sem þið hafið beitt frá landnámi. Lygi, svik og ofsaháttur gagnvart almenningi og níðingsskapur í hvívetna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.8.2014 kl. 10:21

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Skrýtnar kenningar um "lögfræðielítuna". Og þú telur að Ragnar Aðalsteinsson sé einhver innsti koppur í búri þar?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með völd í Dómsmálaráðuneyti nánast óslitið frá stofnun lýðveldisins. Í embætti ráðherra hafa m.a. setið Björn Bjarnason, einn lærifeðra Hönnu Birnu. "Lögfræðielítan" var ekkert að abbast uppá hann. Svo núna kemur þú með kenningu um að "elítan" sé að hrekja í burtu Hönnu Birnu, af því að hún sé ekki að "makka rétt"??

Þessi samsæriskenning gengur engan veginn upp, og er fjarstæðukennd meira að segja í samanburði við annað sem frá þér kemur.

En þegar allt annað bregst má alltaf smíða samsæriskenningu um einhverja vonda klíku bakvið tjöldin, svona Illuminati grýlusögur. Nema hvað allar helstu "lögfræðielítu"-klíkur Íslands eru nátengdar Sjálfstæðisflokknum.

Er þetta allt kannski innanbúðarmál flokksins??

Skeggi Skaftason, 28.8.2014 kl. 10:41

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Er ekki rétt munað hjá mér að það hafi verið bætt við samantektina (skjalið) af þeim sem lak til DV. Beinlínis til að sverta hælisleitandann og fegra ákvörðun ráðherrans. Spurningin er því, hverjir vissu af plottinu???

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 28.8.2014 kl. 11:31

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Össur, Samfylkingin er búin að koma sér upp lögfræðiklíku, sbr. embættisveitingar Jóhönnustjórnarinnar. En jú, lekamálið væri ekki orðið að þessum fíl í postulínsbúðinni nema fyrir hvatningu lögfræðinga sem eru með heimilisfestu í Sjálfstæðisflokknum.

Páll Vilhjálmsson, 28.8.2014 kl. 12:51

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er eins og enginn hafi fylgst með fréttum síðustu daga. Fyrir dómstólnum er nú fjallað um mál lögreglumanns sem uppvís var að því að fletta upp upplýsingum um fólk sem ekki tengdust þeim málum sem viðkomandi vann að. Stjórn Landspítalans hefur þurft að áminna starfsmenn sem farið hafa inn á sjúkraskrám sem viðkomandi starfsmaður hafði ekkert með að gera.

Afhverju skyldi innanríkisráðherra ekki lýsa áhyggjum um hugsanlegt flakk trúnaðargagna úr ráðuneytinu, einkamál sem opinber mál, sem rannsakendur hafa aðgang að. Hefði hún ekki gert það væri hægt að saka hana um andvaraleysi um hag almennings.

Ragnhildur Kolka, 28.8.2014 kl. 12:54

6 Smámynd: Skeggi Skaftason

Finnst ykkur HBK hafa "makkað rétt" í ÞESSU MÁLI??

Finnst ykkur að hún sé rétta manneskjan til að lýsa áhyggjum af meðferð lögreglu á rannsóknargögnum, í rannsókn sem beinist að hennar handvöldu pólitísku ráðgjöfum?

Er Jón Ásgeir rétti maðurinn til að "hafa áhyggjur" af meðferð lögreglu á rannsóknargögnum í Baugs-málinu?

Skeggi Skaftason, 28.8.2014 kl. 15:02

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Er Össur að setja samasem merki milli Innanríkisráðherra og Jóns Ásgeirs?

Ragnhildur Kolka, 28.8.2014 kl. 15:39

8 Smámynd: Kommentarinn

Málið er líka að HBK heldur málinu á lífi með hverju kjánalega útspilinu á fætur öðru.

Það eru alltaf að koma í ljós nýjir vinklar sem láta HBK líta mjög illa út. T.a.m. er nú ljóst að hún laug því að hafa ekkert skipt sér af rannsókn málsins. Hún misnotaði aðstöðu sína til að hafa áhrif hvernig rannsóknin færi fram. Sennilega hefur hún bara ekki siðferðisvitund til að átta sig á að þessi afskipti voru óeðlileg og taldi sig því ekki vera að ljúga. Það eitt og sér finnst mér ástæða til að hún eigi að fara.

Kommentarinn, 28.8.2014 kl. 20:56

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

When you talk like an idiot, and you act like an idiot, you become one.

Brjánn Guðjónsson, 28.8.2014 kl. 21:00

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Aðgerðir og framferði Hönnu er allt fullkomlega eðlilegt og skiljanlegt. Fullkomlega.

Þetta er bara vinnubrögðin sem sjallar beita. Svona eiga vinnubrögð að vera samkv sjöllum. Þeim sjöllum eru kennd þessi vinnubrögð á námskeiðum hjá flokknum, býst eg við.

Sjalar hafa alltaf, alltaf, barist gegn öllum réttindum almennings.

Sem dæmi má nefna að hægrimenn voru á móti Vökulögunum. Halló.

Jafnaðarmenn þurftu að berjast við þá sjalla langa lengi til að koma Vökulögunum á.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.8.2014 kl. 21:14

11 Smámynd: Sólbjörg

Fjölmiðlaatlagan gegn HBK er herferð sem ber svo til ll sömu einkenni og beitt var í árásunum á t.d. Geir Harde og gegn fleira fólki sem hefur staðið í vegi fyrir áætlunum hagsmunaaðila, sem rísa upp með hörku til að ná sínu fram. Endurtekningin verður til þess að við förum að þekkja taktanna eins og kunnuglegan lagstúf.

Sólbjörg, 28.8.2014 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband