Þriðjudagur, 26. ágúst 2014
Umboðsmaður alþingis í pólitík
Umboðsmaður alþingis rekur mál sitt gegn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í gegnum fjölmiðla. Þriðja bréfið sem umboðsmaður skrifar ráðherra á rúmum þrem vikum er sent til fjölmiðla áður en ráðherra fær eðlilegan tíma að svara.
Umboðsmaður alþingis hóf málatilbúnaðinn á hendur ráðherra í beinu framhaldi af slúðurfrétt DV um að lögreglustjóri hefði hætt vegna þrýstings ráðherra.
DV og dómstóll götunnar eru nánast samheiti og fer ekki vel á því að umboðsmaður alþingis leggist á sama plan.
Umboðsmaður alþingis opnar nýja víglínu á ráðherra þótt ríkissaksóknari hafi lokið málsmeðferð sinni á átta mánaða lögreglurannsókn með því að ákæra aðstoðarmann ráðherra - á hæpnum forsendum.
Í bréfi umboðsmanns er ráðherra spurður út í siðareglur. Umboðsmaður alþingis starfar ekki eftir neinum siðareglum og svarar með skætingi spurningum forsætisráðherra um það hvort siðareglur séu í gildi hjá umboðsmanni.
Starfsaðferðir umboðsmanns í þessu máli eru pólitískar og ekki í þágu betri og vandaðri stjórnsýslu.
Umræða um lekamálið ósönn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Starfsaðferðir umboðsmanns í þessu máli segir Páll Vilhjálmsson. Eru þetta ekki nákvæmlega sömu starfsaðferðir og hann notar í ÖLLUM málum gagnvart ráðherrum og ráðuneytum og hefur gert alla tíð? Hann vinnur einfaldlega eins og hægt er fyrir opnum tjöldum.
HBK getur svarað bréfinu og er það í lófa lagið. Umboðsmaður gefur henni frest til 10. september.
Ertu annars búinn að lesa bréfið??
Skeggi Skaftason, 26.8.2014 kl. 22:32
Hvar er umboðsmaður í þarfari málum eins og að skoða ólögmæta gjöf jarðfræðinemans á tveimur stærstu ríkisbönkunum til barracútanna í Wall Street án lagaheimildar ? Sömuleiðis sparisjóðagjafirnar til vina jarðfræðinemans án lagaheimildar á fjármunum skattgreiðenda ? Sömuleiðis Sjóvárbjörgunin sem aldrei hefði átt að vera sömuleiðis tekið úr vasa skattgreiðenda án lagaheimildar ?
Hann hikstar heldur yfir því þegar flugfreyjan og jarðferæðineminn vildu kúga þjóðina og hneppa hana í ánauð og þrældóm vegna Icesave sem kom skattgreiðendum ekkert við en var stofnað til af óreiðumönnum ?
Skeggi opnaðu augun og farðu að læra að lesa þér til gagns - annars fellur þú á nýjan leik á PISA prófinu !
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.8.2014 kl. 01:17
Kæri Páll.
Ágúst H. Bjarnason verkfræðingur hefur bent á möguleika í þessu lekamáli og má lesa um hann hér á bloggi Halldórs Jónssonar verkfræðings :
http://halldorjonsson.blog.is/blog/halldorjonsson/entry/1433978/
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.8.2014 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.