Föstudagur, 15. ágúst 2014
Mótmælaflokkar og nýgræðgisvæðing
Norsk-íslenski blaðamaðurinn Mímir Kristjánsson telur nýgræðgisvæðingu og mótmælaflokka mest einkennandi fyrir eftirhrunssamfélagið á Íslandi.
Nýgræðgisvæðingin lýsir sér í sjónarmiðinu allt-er-falt-ef-það-skapar-störf og mótmælaflokkar eru Besti flokkurinn, Björt framtíð, Píratar, Viðreisn og Fylkisflokkurinn auk Borgaraflokksins, Dögunar og fleiri.
Sumpart eru þessi viðbrögð skiljanleg. Við hrun óttaðist þjóðin að landlægt atvinnuleysi skyti rótum og brást við samkvæmt því. Mótmælaflokkarnir eru aftur endurkast vantraustsins á stjórnmálakerfinu.
En núna þegar sex áru frá hrun er kannski kominn tími til að ná áttum og láta af gelgjuviðbrögðunum.
Íslendingar í Noregi eru vinsælir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.