Laugardagur, 2. ágúst 2014
Reynir bendlar Sigríði F. við DV-pönk
Reynir Traustason ritstjóri DV nánast segir berum orðum að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari standi á bakvið DV-slúðrið um að innanríkisráðherra hafi flæmt lögreglustjóra úr embætti.
Í leiðara DV, sem birtist í gærmorgun, áður en svarbréf innanríkisráðherra kom fyrir sjónir almennings, skrifar Reynir eftirfarandi
En Stefán Eiríksson fékk ekki frið. Hann hefur lýst því í samtölum við trúnaðarmenn sína, meðal annars ríkissaksóknara, að hann hafi verið boðaður á fundi til ráðherrans, oftar en einu sinni. Þá fékk hann símtöl sem snerust um Lekamálið.
Í tilvitnuðum orðum ber Reynir Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara fyrir sig sem heimild um samtöl Stefáns Eiríkssonar og innanríkisráðherra. Sigríður er þar með komin í lið með DV í einkaherferð á hendur Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Í ljósi þess að Stefán hefur margstaðfest að innanríkisráherra hafi ekki með nokkrum hætti haft óeðlileg afskipti af lögreglurannsókninni er kristaltært að uppspretta DV-slúðursins er hjá ríkissaksóknara.
Pólitískar kringumstæður leiddu til þess að Sigríður Friðjónsdóttir var gerð að ríkissaksóknara. Hún saksótti Geir H. Haarde fyrir vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og hlaut að launum embætti ríkissaksóknara vorið 2011.
Sigríður hlýtur að gera grein fyrir samskiptum sínum við DV og hvers vegna embætti ríkissaksóknara er uppspretta tilhæfulauss áburðar á hendur ráðherra og ráðuneyti. Umboðsmaður alþingis, sem verndari og eftirlitsmaður góðrar stjórnsýslu, verður að skrifa ríkissaksóknara fyrirspurnarbréf um samskiptin við DV.
Ríkissaksóknari fer með opinbert ákæruvald. Sé minnsti grunur um að ákæruvaldinu sé beitt í pólitískum tilgangi verður að velta við hverjum steini til að komast að hinu sanna.
Gerir ekki athugasemdir við bréfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll segir
Ég hef hvergi séð eina einustu slíka staðfestingu. Getur þú Páll, bent okkur lesendum á eina heimild fyrir þessari fullyrðingu þinni. Ég tel að þessi fullyrðing þín sé RÖNG.
Skeggi Skaftason, 2.8.2014 kl. 09:05
Í bréfi Hönnu Birnu til umboðsmanns Alþingis kemur fram að engin óeðlileg afskipti hafi verið af rannsókn á trúnaðarleka úr Innanríkisráðuneytinu. Stefán gerir ekki athugasemdir við þann málflutning sem fram kemur í bréfinu.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/08/01/gerir_ekki_athugasemdir_vid_brefid/
Páll Vilhjálmsson, 2.8.2014 kl. 09:16
Það eitt að ráðherran hafi á fjórum fundum á skömmum tíma rætt þetta mál og í ónefndum fjölda símtala finnst mér óeðlileg samskipti.
Mér finnst varfærnisleg orð lögreglustjórans um bréf ráðherra alls ekki veita henni óyggjandi syndaaflausn. Ég kýs frekar að bíða niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis.
Svo er auðvitað sérstaklega hjákátlegt að lesa að ráðherrann lýsi áhyggjum af meðferð lögreglu á trúnaðarupplýsingum úr ráðuneytinu. Málið hófst jú allt vegna þess að ráðuneytið - einhver einstaklingur þar - lak þaðan viðkvæmum trúnaðarupplýsingum til að gera lítið úr varnarlausum einstaklingi og kasta rýrð á hann.
Tregða þín og fleiri við að sjá nokkuð athugavert við það er til merkis um að þið einfaldlega hafið kosið að standa með ráðherranum í liði og neita að líta hlutlægt á málið.
Skeggi Skaftason, 2.8.2014 kl. 12:14
Eftir að hafa hlustað á þig, Páll, ræða málefni innanríkisráðherra við Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu (endurtekið frá fimmtudegi), saknaði ég ræddar þinnar í Vikulokunum. Þar hélt kórinn áfram að tortryggja og teygja svar ráðherrans til Umboðsmanns, enn án heimilda og í raun ekkert annað en "aðþíbara" eða "mér finnst". En Hallgrímur ætlar greinilega að halda úti "afstöðu" RÚV meðan blóð rennur í æðum og vandar því val á viðmælendum máli sínu samkvæmt.
Ragnhildur Kolka, 2.8.2014 kl. 12:16
Það er óeðlilegt að Ráðherra hafi afskipi af sinum undir mönnum og ræði mál sem um hann sjálfann snúast ...Flóknar er það ekki !!..............það er alvarlegur siðferðisbrestur og kógun með slæmri stjórnsyslu ef fólk ekki ser það ,en finnst það bara i finu lagi !
rhansen, 2.8.2014 kl. 12:17
Mér skilst að Hanna Birna hafi óskað þess að rannsókn mætti taka endi sem fyrst. Ekki óeðlilegt að koma þeirri bón á framfæri.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.8.2014 kl. 13:09
Ekki veit ég neitt um málið, en RHansen meinarðu að lögregla og ríkissaksóknari séu undirmennirnir? Varla. Þau rannsaka og vinna alveg sjálfstætt.
Elle_, 2.8.2014 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.