Föstudagur, 1. ágúst 2014
DV-pönk í boði ríkissaksóknara
Ríkissaksóknari, Sigríður Friðjónsdóttir, lætur undir höfuð leggjast að ljúka lekarannsókninni, sem hún hóf í febrúar sl. Ríkissaksóknari heldur málinu opnu til að DV geti ,,pönkast" áfram á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.
Hanna Birna hefur mátt sitja undir stanslausu pönki frá DV án þess að geta tekið til varna. Hanna Birna segir í svari til umboðsmanns alþingis
Þegar rannsókn málsins hófst gaf ég út þá yfirlýsingu að ég myndi ekki tjá mig um málið fyrr en henni væri lokið, enda ekki við hæfi að ráðherra lögreglumála tjáði sig opinberlega um rannsókn á meðan hún stæði yfir. Meðal annars af þessari ástæðu hefur sá langi tími sem rannsóknin hefur tekið verið bagalegur og t.a.m. takmarkað möguleika mína til að svara ítrekuðum árásum sem ég hef orðið fyrir á opinberum vettvangi.
Í stað þess að Sigríður ríkissaksóknari ljúki málinu, hún er komin með lögregluskýrsluna í hendur fyrir mörgum vikum, þá heldur hún opinni skotlínu á ráðherra til að DV-pönkið með aðstoð RÚV vinni sem mestan pólitískan skaða.
Núna þegar umboðsmaður alþingis er búinn að fá svör við spurningum sínum hlýtur hann að bregðast skjótt við og svara strax í fyrramálið hvað hann hyggst gera í framhaldinu. Það tók umboðsmann alþingis aðeins einn sólarhring að bregðast við DV-slúðrinu. Ekki getur viðbragðið orðið lengra við svörum ráðherra.
Ef umboðsmaður alþingis þarf að ráðfæra sig við Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara, áður en hann bregst við svörum innanríkisráðherra, getum við treyst því að hann sé með gsm-númer Sigríðar á hraðvali.
Hafði ekki áhrif á rannsóknina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Abb ab babb,maddaman,lætur höfuðið leka undir væng,nennir ekki að hanga yfir þessu,hefur líklega engar áhyggjur,því hún fær sín laun þótt hægt fari, þau skríða inn í budduna hennar, er ekki launaskrið?
Helga Kristjánsdóttir, 2.8.2014 kl. 00:11
Væri nú ekki gustugg að gefa ríkissaksóknara staf til að styðjast við í labbitúrnum yfir á sjoppuna hans Reynis? Það er aldrei að vita hvað getur lekið úr þessum nútíma símum.
Annars væri hugulsamt að huga að hlaupaketti milli umboðsmann alþingis og ríkissaksóknar með braut í gegnum RUFIÐ. þrjár flugur!!!
Hrólfur Þ Hraundal, 2.8.2014 kl. 07:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.