Þriðjudagur, 29. júlí 2014
Slúður, sannindi og DV-pönk
DV frétt um að Stefán hætti sem lögreglustjóri vegna afskipta innanríkisráðherra er slúður sem enginn staðfestir, hvorki Stefán né Sigríður Friðjónsdóttir, sem af skringilegum vinstripólitískum ástæðum er orðin málsaðili.
Slúður er eðli málsins samkvæmt ekki hægt að hrekja. Reynir Traustason ritstjóri DV rekur blaðamennsku á þeim forsendum að slúður sé sannleikur þangað til það er hrakið. Blaðamennska DV er að birta slúður og vonast til þess að það fái líf, með aðstoð vinstribloggsveita og RÚV.
Reynir kallar sjálfur slúðurfréttamennsku DV að ,,pönkast" í fólki og finnst sómi að.
Stefán: Hætti ekki vegna þrýstings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert nú örugglega aðal " pönkari " landsins Páll og það gerir þessi skrif þín frekar brosleg.
Baldinn, 30.7.2014 kl. 10:58
Hvers vegna ætti maður að treysta DV?
Slúðursnepli sem segir bara afbakaðar áróðursfréttir, samkvæmt pöntunum heimsveldis-mannorðsmorðdeilda og fjármálaspilavítanna. Spilavítanna sem á "siðmenntuðu" tungumáli eru kölluð bankar og kauphallir.
Ef eitthvað er satt innanum allt ruglið og afbakað slúðrið í DV, þá er þessi fréttasnepill löngu búinn að afsala sér trúverðugleikanum. Engu er hægt að treysta frá því skítadreifingar-sorpriti.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.7.2014 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.