Til varnar Guðbjörgu Hildi Kolbeins

Ofsafengin viðbrög við bloggi Guðbjargar Hildar Kolbeins um myndabækling frá Smáralind stafa sennilega af tvennu. Annars vegar af bersöglu orðfæri Guðbjargar Hildar og hins vegar útrás spennu sem byggðist upp í þarsíðustu viku þegar klámráðstefnan afboðaða var til umræðu.

Um fyrra atriðið er fátt að segja annað en að bloggið var nógu berort til að hneyksla. Hvað seinni ástæðuna áhrærir þá var klámráðstefnan mörgum erfitt viðfangsefni vegna þess að þar tókust á tvö sjónarmið sem flestir vilja heiðra: Mannréttindin sem felast í fundafrelsi og frjálsri umræðu í einn stað og í annan stað andóf gegn klámvæðingu.

Efnisleg gagnrýni Guðbjargar Hildar er fyllilega réttmæt. Það er viðleitni í samfélaginu að gera ungar stúlkur, allt niður í fermingaraldur og jafnvel yngri, að kynverum. Þessi viðleitni kemur helst fram í myndmáli auglýsinga.

Ádrepa Guðbjargar Hildar er hliðstæð herferð víða um lönd þar sem ímynd tískuiðnaðarins um þvengmjóar unglingsstúlkur er sagt stríði á hendur. Munurinn er sá að Guðbjörg Hildur notfærði sér orð úr klámheiminum. Ef hún hefði ekki gert það væru trúlega flestir sammála henni - en færri hefðu lesið bloggið hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að gera barnungar stúlkur að kynverum er mjög gagnrýnivert og alltof algengnt.

En myndin á Smáralindarbæklingnum getur nú varla talizt þess eðlis og orðaval Guðbjargar þegar hún lýsti þeirri upplifun sem hún varð fyrir við að horfa á þessa mynd var henni einfaldlega til skammar.

Orðbragð hennar var eina "klámið" sem ég gat komið auga á í sambandi við þessa umfjöllun alla

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 22:49

2 identicon

Þetta hlýtur að vera mesta þvæla sem um getur, ekki vildi ég sjá hverskonar óhugnaður og viðbjóður er uppi í höfðinu á ykkur ef þið sjáið þessa mynd sem kynlífstengda!

Gsi (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 23:02

3 identicon

Það er ekki hægt að verja orð Guðbjargar - alls ekki!! Þetta er svo ógeðfellt að koma með þetta í þessum tón. Af hverju tók hún t.d. færsluna sína út? Það var ekki hægt að kommenta á hana þannig að ekki var hún hrædd við það ... sá hún að sér? Varla, því hún hefur sent umboðsmanni barna bréf.

"Útleggingar doktorsins á því hvað hún ímyndar sér að gerist í framhaldinu af þessari klámfengnu stellingu fermingarstúlku eru of dónalegar til að Fréttablaðið birti slíkt."

Þetta er úr fréttinni um málið, sem ég tók af visir.is ... , finnst þér þetta sem sagt verjanlegt og bara kalla þetta bersögli??

Guðbjörg yrði manneskja meiri í mínum huga ef hún opinberlega bæði stúlkuna afsökunar, sem og Smáralindarfólkinu - en mér fannst markaðsstjóri Smáralindar - Eva Dögg - bregðast mjög rétt og vel við þessu ógeði. 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 23:20

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þegar ég las blogg Guðbjargar Hildar í gærkvöldi lyfti ég brúnum enda fannst mér full mikil ákefð í orðavali bloggsins. En ég sá strax punktinn í gagnrýninni, að barnungar stúlkur eru iðulega gerðar að kyntáknum í auglýsingum.

 Myndmálið í þessari tilteknu auglýsingu Smáralindar er þannig úr garði gert að það hefur kynferðislegan undirtón. Það er ástæða til að andæfa markaðssetningu af þessu tagi. Þar með er ekki sagt að orðfæri Guðbjargar Hildar sé til eftirbreytni. Það er það ekki.

Páll Vilhjálmsson, 8.3.2007 kl. 23:56

5 identicon

Sæll Páll, en þú ferð með fleipur í athugasemdum þínum, efnislega er þetta ekki réttmæt gagnrýni á meinta klámvæðingu, heldur olía á eld þeirra sem sjá klám í hverju skúmaskoti.

Þetta er smjörklípa þeirra sem nærast á hneyksli og heimóttuskap, kemur ekki á óvart að þú hafir tekið þér stöðu  vitleysum megin við víglínuna, kæmi frekar á óvart aöð þú værir réttum megin við víglínuna.

Þrándur (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 23:58

6 Smámynd: Haukur Kristinsson

en geta menn séð vanlíðan fjölskyldu stúlkunnar sem er á bæklingnum eftir svona lýsingar sem guðbjörg hefur, held hún sé ekki í jafnvægi að skrifa svona óþverra

Haukur Kristinsson, 9.3.2007 kl. 00:20

7 identicon

Ennþá og sama hvað fólk segir það oft þá sé ég bara ekkert athugavert við þessa mynd. Minn heili hlýtur bara að virka eitthvað öðruvísi því ég þarf virkilega að reyna til að skilja hvað við er áttt með hórutali og klámi í sambandi við myndina. Ég skil myndina þannig að stúlkan eigi að vera dúkka sem hangir fram, og ekki á kynferðislegan hátt. Er ég nokkuð sá eini sem sé myndina og uppsillinguna þannig. Það er fullt af dúkkum og tuskudýrum á myndinni, og ég held að stúlkan eigi barasta að vera "lifandi dúkka", ég meina ef fólk skoðar myndina þá sést þetta strax. Svona Gosi eða eitthvað í þeim dúr. Næst skal verður fólkið greinilega að nota strák í hlutverkið þar sem ég efast um að þetta hefði komið upp ef svo hefði verið.

Ég ætla ekki að vera að tjá mig neitt um konuna sem skrifaði þetta á bloggið sitt en ég bara verð að segja að hlaupa upp til handa og fóta af ekki stærra tilefni en þetta þykir mér vægast sagt skrítið, og enn og aftur, eftir að hafa horft á þessa mynd frá öllum sjónarhornum þá sé ég enn ekkert kynferðislegt við hana. Vilja ákveðnar konur í samfélaginu banna háhælaða skó og að konur opni munninn vegna þess að það er "klámlegt". Hvað er verið að kenna börnunum okkar ef það er málið.... ég bara spyr? 

Sölvi Borgar Sighvatsson (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 01:34

8 identicon

Ég heyrði viðtal við Eddu Björgvinsd. á Bylgjunni í morgun. Dóttir hennar sér um þennan smáralindarbækling. Edda er mikill Feministi, en hún er gjörsamlega hneyksluð á þessari öfgaumræðu sem þessi Guðbjörg Hildur kom af stað. Svona öfga Feministar bara gera í því að skemma fyrir framgangi Feminismans á Íslandi. Að sjá eitthvað kynferðislegt við þessa saklausu mynd segir manni að Guðbjörg Hildur sé sjúk kona og þurfi að leita hjálpar hjá góðum og öflugum sálfræðingi. Hún skuldar líka þessari ungu fyrirsætu afsökunarbeiðni !

Stefán  

Stefán (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 10:01

9 Smámynd: Ólafur Als

Jafn sóðaleg skrif hefur maður ekki rekist á um langt skeið. Að segja: "Þar með er ekki sagt að orðfæri Guðbjargar Hildar sé til eftirbreytni." er slíkt undirboð að manni blöskrar. Hefur doktorinn beðist opinberlega afsökunar á viðbjóðnum? Fullur skilningur er á því ef fjölskylda stúlkunnar höfðar meiðyrðamál á hendur doktornum. Menn hafa farið slíka leið af minna tilefni.

Ólafur Als, 9.3.2007 kl. 14:42

10 identicon

Vel máttu kalla viðbrögð fólks við klám- og kynórum frú Kolbeins ofsafengin, þú mátt líka kalla grófa árás frúarinnar á unglingsstúlku "ádrepu". Vel kann það að vera að þú komir auga á "kynferðislegan undirtón",sem flestir aðrir sjá ekki og vel kann það að vera að þú "lyftir brúnum", þegar aðrir verða gapandi hissa. En finnst þér ekki sem frú Kolbeins skuldi einhverjum afsökunarbeiðni? Heldurðu ekki að frúin hefði getað komið gagnrýni sinni og aðfinnslum til skila án þess að berstrípa órafullt hugarfar sitt? Og gerirðu ráð fyrir því að frú Kolbeins sé sú eina í hópi "klámórafeminista", sem hugsar líkt og hún?

Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband