Fimmtudagur, 24. júlí 2014
Gunnar Smári fiskar eftir Jón Gnarr-áhrifum
Gunnar Smári Egilsson, hægri hönd Jóns Ásgeirs í fjölmiðlarekstri á tímum útrásar, reynir fyrir sér sem andlegur leiðtogi vanmetakinda sem vilja Ísland sem fylki í Noregi.
Gunnar Smári gerir sér vonir um að verða ,,költ"-fyrirbæri eins og Jón Gnarr.
,,Ísland er of fámennt til að fóstra hæfileikaríkt fólk," segir Gunnar Smári af sinni alkunnu hógværð í viðtali við hérlenda enska útgáfu.
Í útlöndum þótti Jón Gnarr sniðugur og snjall. Fyrstu útlensku viðbrögðin við útspili Gunnars Smára er norskt klapp á kollinn með hæðnisglósum um hégómlega umræðu á fésbók safnaðarins.
Athugasemdir
Fámennið hindraði ekki að við fóstruðum hæfileikasnauða stórmennsku fábjána,sem héldu sig geta kennt grannþjóðum peningafræði. Á hinn venjulegi daglauna maður,sem unir glaður við sitt, enn að þurfa að bera kinnroða vegna þessara spjátrunga
Helga Kristjánsdóttir, 24.7.2014 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.